Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 31. desember 2018 11:30 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Kristófer Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45
Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45