Guðmundur: Hafði ekki húmor fyrir öllu sem að gerðist þarna Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 14:20 Guðmundur Guðmundsson vill hafa hlutina fullkomna. vísir/Getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Makedóníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlum HM 2019 í handbolta í dag klukkan 17.00. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki; hafa unnið bæði Japan og Barein en tapað fyrir stórliðum Spánar og Króatíu. Ísland er með betri markamun og nægir jafntefli til að fara áfram í dag. Makedóníumenn eru sterkir og hafa mikið beitt þeirri leikaðferð að taka markvörðinn úr markinu og spila sjö á móti sex í sóknarleiknum. Með því geta þeir neglt íslensku vörnina niður á sex metrana í dag og leyft skyttunum sínum að fara meira í loftið. Gallinn við sjö á móti sex er aftur á móti að hver sóknarfeill er mun dýrari því markið er autt hinum megin og er hægt að fá á sig aragrúa af mörkum í bakið séu menn ekki að nýta sóknirnar. Það má búast við því að okkar menn muni fá tækifæri til að skora í autt markið og þá er eins gott að vanda sig því Guðmundur Guðmundsson hefur ekki gaman að misheppnuðum langskotum eða tæpum sendingum fram völlinn. Það sást best á móti Barein þegar að hann starði svo illilega á Björgvin Pál Gústavsson, markvörð íslenska liðsins, að Björgvin þorði ekki að líta á Guðmund. Björgvin hafði þá kastað boltanum yfir allan völlinn og yfir mark Barein. Ísland var samt fimmtán mörkum yfir. „Mér fannst bara ekki þörf á þessu. Það er oft betra að taka eina millisendingu og skjóta svo í markið,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í vikunni aðspurður um þetta atvik og almennt þá list að skora í autt mark andstæðingsins. „Ég ætla nú ekki að fara eitthvað nánar út í það sem að fram fór en ég hafði ekki húmor fyrir öllu sem gerðist þarna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Makedóníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlum HM 2019 í handbolta í dag klukkan 17.00. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki; hafa unnið bæði Japan og Barein en tapað fyrir stórliðum Spánar og Króatíu. Ísland er með betri markamun og nægir jafntefli til að fara áfram í dag. Makedóníumenn eru sterkir og hafa mikið beitt þeirri leikaðferð að taka markvörðinn úr markinu og spila sjö á móti sex í sóknarleiknum. Með því geta þeir neglt íslensku vörnina niður á sex metrana í dag og leyft skyttunum sínum að fara meira í loftið. Gallinn við sjö á móti sex er aftur á móti að hver sóknarfeill er mun dýrari því markið er autt hinum megin og er hægt að fá á sig aragrúa af mörkum í bakið séu menn ekki að nýta sóknirnar. Það má búast við því að okkar menn muni fá tækifæri til að skora í autt markið og þá er eins gott að vanda sig því Guðmundur Guðmundsson hefur ekki gaman að misheppnuðum langskotum eða tæpum sendingum fram völlinn. Það sást best á móti Barein þegar að hann starði svo illilega á Björgvin Pál Gústavsson, markvörð íslenska liðsins, að Björgvin þorði ekki að líta á Guðmund. Björgvin hafði þá kastað boltanum yfir allan völlinn og yfir mark Barein. Ísland var samt fimmtán mörkum yfir. „Mér fannst bara ekki þörf á þessu. Það er oft betra að taka eina millisendingu og skjóta svo í markið,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í vikunni aðspurður um þetta atvik og almennt þá list að skora í autt mark andstæðingsins. „Ég ætla nú ekki að fara eitthvað nánar út í það sem að fram fór en ég hafði ekki húmor fyrir öllu sem gerðist þarna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30
Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00