Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2019 11:57 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður. Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður.
Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18