Trump ræddi ítrekað um að draga Bandaríkin úr NATO Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 10:52 Embættismenn telja það eina af grundvallarskoðunum Trump forseta að vilja segja skilið við NATO. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti viðraði ítrekað þá skoðun sína við aðstoðarmenn sína að hann vildi draga Bandaríkin út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) og háttsettir embættismenn óttast að hann gæti enn látið verða af því. Mikið hefur verið fjallað um meint Rússlandstengsl forsetans undanfarna daga en brestir í NATO-samstarfinu eru sagðir ein helsti draumur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum að fyrst þegar Trump nefndi að hætta í NATO hafi þeir ekki verið vissir um hvort honum væri alvara. Hann tók málið hins vegar ítrekað upp við helstu þjóðaröryggisráðgjafa sína í fyrra. Þannig sagði Trump þeim að hann sæi engan tilgang með hernaðarbandalaginu sem hann teldi bagga á Bandaríkjunum í kringum leiðtogafund NATO í Brussel síðasta sumar. Aðstoðarmenn hans eru sagðir hafa reynt sitt besta á bak við tjöldin til þess að hótunin hleypti fundinum ekki í bál og brand. Trump hefur ítrekað gagnrýnt aðildarríki NATO fyrir að eyða ekki nægilega háu hlutfalli af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Hann hefur hótað því að Bandaríkin gætu „farið eigin leið“ bæti þau ekki í.Sundrun NATO eitt helsta markmið Pútín Vestrænir þjóðaröryggissérfræðingar telja að Rússar hafi einbeitt sér að því að grafa undan samstöðu Bandaríkjanna og Evrópu eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Markmiðið sé að kippa fótunum undan NATO. James G. Stavridis, fyrrverandi aðmíráll og yfirmaður sameiginlegra hersveita NATO, segir New York Times að ef Bandaríkin drægju sig frá bandalaginu væru það „alþjóðastjórnmálaleg mistök af sögulegri stærðargráðu“. „Jafnvel að ræða hugmyndina um að yfirgefa NATO, hvað þá að gera það í raun og veru, væri gjöf aldarinnar til Pútín,“ segir Stavridis. Frétt blaðsins kemur fast á hæla umfjöllunar þess og Washington Post um möguleg tengsl við rússnesk stjórnvöld. Þannig sagði New York Times frá því á dögunum að alríkislögreglan FBI hafi talið ástæðu til að hefja leyniþjónusturannsókn á því að hvort að Trump gengi erindi Rússa sem forseti. Washington Post sagði frá því um helgina að Trump hefði gengið langt í að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans og Pútín síðustu tvö árin væru aðgengilegar. Hann hefði til dæmis lagt hald á minnispunkta túlks sem sat fund þeirra í Hamborg árið 2017. Þá hefur verið bent á að Trump hefur trekk í trekk endurómað sjónarmið sem rússnesk stjórnvöld hafa haldið uppi. Bandaríkjaforseti hefur sagt að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga, hafnað því að þeir hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og nú síðast að Sovétríkin hafi gert rétt með því að ráðast inn í Afganistan á 8. áratugnum. Ákvörðun forsetans um að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi er einnig sögð spila beint upp í hendurnar á Rússum.Áhyggjur evrópskra og bandarískra embættismanna um framtíð NATO hafa vaxið eftir að Jim Mattis hætti sem varnarmálaráðherra í desember. Hann er einarður stuðningsmaður bandalagsins.EPA/JIM LO SCALZOSvipað og hugmynd Trump um að taka olíu Íraka Embættismennirnir sem ræddu við New York Times um hugmyndir Trump um útgöngu úr NATO gerðu það gegn nafnleynd. Þeir segjast telja að sú hugmynd sé inngróin í forsetanum. Hún sé af sama meiði og vilji hans til að leggja hald á olíu Íraka. Þrátt fyrir að embættismenn hafi ítrekað útskýrt fyrir forsetanum hvers vegna Bandaríkin geti ekki einfaldlega tekið olíuna veki hann máls á því á nokkurra mánaða fresti. Ef Trump tæki skrefið og reyndi að segja Bandaríkin frá NATO er talið líklegt að Bandaríkjaþing skærist í leikinn. Þó að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi verið tilbúnir að fylgja forsetanum í flestum málum fram að þessu hafa þeir þó ítrekað sett ofan í við hann í málum sem tengjast Rússlandi, ekki síst varðandi refsiaðgerðir. Tilkynna þyrftu um úrsögn úr NATO með árs fyrirvara. Yfirlýsing frá Trump um að hann vildi úr NATO er þó sögð myndu draga verulegan mátt úr bandalaginu. Bandamenn Bandaríkjanna eru þegar sagðir óvissir um hvort að Trump myndi skipa hermönnum að koma þeim til varnar ef Rússar réðust inn. Hvíta húsið vísaði til ummæla Trump frá því í júlí þegar hann sagði að skuldbinding Bandaríkjanna við NATO væri „mjög sterk“ og að bandalagið væri „mjög mikilvægt“. Bandaríkin Donald Trump Evrópa NATO Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Neitun forsetans kemur í kjölfar frétta um að FBI hafi byrjað á leyniþjónusturannsókn á hvort að hann væri undir áhrifum Rússa. 14. janúar 2019 16:59 FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti viðraði ítrekað þá skoðun sína við aðstoðarmenn sína að hann vildi draga Bandaríkin út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) og háttsettir embættismenn óttast að hann gæti enn látið verða af því. Mikið hefur verið fjallað um meint Rússlandstengsl forsetans undanfarna daga en brestir í NATO-samstarfinu eru sagðir ein helsti draumur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum að fyrst þegar Trump nefndi að hætta í NATO hafi þeir ekki verið vissir um hvort honum væri alvara. Hann tók málið hins vegar ítrekað upp við helstu þjóðaröryggisráðgjafa sína í fyrra. Þannig sagði Trump þeim að hann sæi engan tilgang með hernaðarbandalaginu sem hann teldi bagga á Bandaríkjunum í kringum leiðtogafund NATO í Brussel síðasta sumar. Aðstoðarmenn hans eru sagðir hafa reynt sitt besta á bak við tjöldin til þess að hótunin hleypti fundinum ekki í bál og brand. Trump hefur ítrekað gagnrýnt aðildarríki NATO fyrir að eyða ekki nægilega háu hlutfalli af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Hann hefur hótað því að Bandaríkin gætu „farið eigin leið“ bæti þau ekki í.Sundrun NATO eitt helsta markmið Pútín Vestrænir þjóðaröryggissérfræðingar telja að Rússar hafi einbeitt sér að því að grafa undan samstöðu Bandaríkjanna og Evrópu eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Markmiðið sé að kippa fótunum undan NATO. James G. Stavridis, fyrrverandi aðmíráll og yfirmaður sameiginlegra hersveita NATO, segir New York Times að ef Bandaríkin drægju sig frá bandalaginu væru það „alþjóðastjórnmálaleg mistök af sögulegri stærðargráðu“. „Jafnvel að ræða hugmyndina um að yfirgefa NATO, hvað þá að gera það í raun og veru, væri gjöf aldarinnar til Pútín,“ segir Stavridis. Frétt blaðsins kemur fast á hæla umfjöllunar þess og Washington Post um möguleg tengsl við rússnesk stjórnvöld. Þannig sagði New York Times frá því á dögunum að alríkislögreglan FBI hafi talið ástæðu til að hefja leyniþjónusturannsókn á því að hvort að Trump gengi erindi Rússa sem forseti. Washington Post sagði frá því um helgina að Trump hefði gengið langt í að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans og Pútín síðustu tvö árin væru aðgengilegar. Hann hefði til dæmis lagt hald á minnispunkta túlks sem sat fund þeirra í Hamborg árið 2017. Þá hefur verið bent á að Trump hefur trekk í trekk endurómað sjónarmið sem rússnesk stjórnvöld hafa haldið uppi. Bandaríkjaforseti hefur sagt að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga, hafnað því að þeir hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og nú síðast að Sovétríkin hafi gert rétt með því að ráðast inn í Afganistan á 8. áratugnum. Ákvörðun forsetans um að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi er einnig sögð spila beint upp í hendurnar á Rússum.Áhyggjur evrópskra og bandarískra embættismanna um framtíð NATO hafa vaxið eftir að Jim Mattis hætti sem varnarmálaráðherra í desember. Hann er einarður stuðningsmaður bandalagsins.EPA/JIM LO SCALZOSvipað og hugmynd Trump um að taka olíu Íraka Embættismennirnir sem ræddu við New York Times um hugmyndir Trump um útgöngu úr NATO gerðu það gegn nafnleynd. Þeir segjast telja að sú hugmynd sé inngróin í forsetanum. Hún sé af sama meiði og vilji hans til að leggja hald á olíu Íraka. Þrátt fyrir að embættismenn hafi ítrekað útskýrt fyrir forsetanum hvers vegna Bandaríkin geti ekki einfaldlega tekið olíuna veki hann máls á því á nokkurra mánaða fresti. Ef Trump tæki skrefið og reyndi að segja Bandaríkin frá NATO er talið líklegt að Bandaríkjaþing skærist í leikinn. Þó að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi verið tilbúnir að fylgja forsetanum í flestum málum fram að þessu hafa þeir þó ítrekað sett ofan í við hann í málum sem tengjast Rússlandi, ekki síst varðandi refsiaðgerðir. Tilkynna þyrftu um úrsögn úr NATO með árs fyrirvara. Yfirlýsing frá Trump um að hann vildi úr NATO er þó sögð myndu draga verulegan mátt úr bandalaginu. Bandamenn Bandaríkjanna eru þegar sagðir óvissir um hvort að Trump myndi skipa hermönnum að koma þeim til varnar ef Rússar réðust inn. Hvíta húsið vísaði til ummæla Trump frá því í júlí þegar hann sagði að skuldbinding Bandaríkjanna við NATO væri „mjög sterk“ og að bandalagið væri „mjög mikilvægt“.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa NATO Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Neitun forsetans kemur í kjölfar frétta um að FBI hafi byrjað á leyniþjónusturannsókn á hvort að hann væri undir áhrifum Rússa. 14. janúar 2019 16:59 FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Neitun forsetans kemur í kjölfar frétta um að FBI hafi byrjað á leyniþjónusturannsókn á hvort að hann væri undir áhrifum Rússa. 14. janúar 2019 16:59
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32
Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53