Norska stelpan fékk sama vaxtarhormón og Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 12:00 Lionel Messi og Helene Marie Fossesholm. Mynd/Samsett/Getty og Instagram hjá Helene Marie Fossesholm Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull. Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull.
Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30