Rótarhópar fyrir konur með fíknivanda Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2019 07:45 Katrín Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skipa ráð Rótarinnar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira