Fyrrverandi stjórnarmaður Flokks fólksins tekur undir gagnrýni Karls Gauta Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 12:30 Halldór Gunnarsson. Vísir Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrum þingmanns flokksins, í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is. Gagnrýnin sem um ræðir birtist í aðsendri grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sakaði formanninn, Ingu Sæland, um óeðlilega fjármálastjórn. Hún hafi verið prókúruhafi, gjaldkeri og formaður allt í senn.Sjá einnig: Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ skrifaði Karl Gauti og átti þar við son Ingu sem var ráðinn til starfa á skrifstofu flokksins.Ummæli Karls Gauta á Klaustri komu eftir átakafund Í yfirlýsingu Halldórs segir hann ummæli Karls Gauta á Klausturbarnum hafa fallið eftir fund með formönnum og þingflokksformönnum þar sem Inga hafi farið að gráta til að „ná fram sínu máli“. „Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði,“ skrifar Halldór. Hann segist jafnframt hafa reynt að sætta ólík sjónarmið í stjórnun flokksins sem Karl Gauti hafði lengi viljað bæta. Halldór lagði til að Karl Gauti myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu sem hann hafi gert þrátt fyrir að þykja það erfitt. „Í framhaldi bað ég Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.“Segir brottrekstur Karls Gauta og Ólafs ekki eiga rétt á sér Í kjölfar fundarins á Klausturbarnum voru þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins og sitja nú sem óháðir þingmenn á Alþingi. Halldór segir það vera rangt að fundurinn hafi verið til þess að undirbúa brotthvarf þeirra úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn. Þá hafi brottreksturinn tilefnislaus. „Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs. Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki,“ skrifar Halldór að lokum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrum þingmanns flokksins, í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is. Gagnrýnin sem um ræðir birtist í aðsendri grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sakaði formanninn, Ingu Sæland, um óeðlilega fjármálastjórn. Hún hafi verið prókúruhafi, gjaldkeri og formaður allt í senn.Sjá einnig: Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ skrifaði Karl Gauti og átti þar við son Ingu sem var ráðinn til starfa á skrifstofu flokksins.Ummæli Karls Gauta á Klaustri komu eftir átakafund Í yfirlýsingu Halldórs segir hann ummæli Karls Gauta á Klausturbarnum hafa fallið eftir fund með formönnum og þingflokksformönnum þar sem Inga hafi farið að gráta til að „ná fram sínu máli“. „Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði,“ skrifar Halldór. Hann segist jafnframt hafa reynt að sætta ólík sjónarmið í stjórnun flokksins sem Karl Gauti hafði lengi viljað bæta. Halldór lagði til að Karl Gauti myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu sem hann hafi gert þrátt fyrir að þykja það erfitt. „Í framhaldi bað ég Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.“Segir brottrekstur Karls Gauta og Ólafs ekki eiga rétt á sér Í kjölfar fundarins á Klausturbarnum voru þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins og sitja nú sem óháðir þingmenn á Alþingi. Halldór segir það vera rangt að fundurinn hafi verið til þess að undirbúa brotthvarf þeirra úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn. Þá hafi brottreksturinn tilefnislaus. „Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs. Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki,“ skrifar Halldór að lokum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30