McVay stýrði Rams til sigurs í leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 14 ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2019 10:00 Leikmenn Rams fagna í nótt vísir/getty Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019 NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019
NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30