Stunduðu líkamsrækt í 40 stiga hita í neyðarrými Vaðlaheiðarganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2019 19:00 Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00
Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34