Ekki þörf fyrir ákvæði um pyndingar í lögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. janúar 2019 07:00 Jón Þór Ólafsson, sérfræðingur í refsirétti, segir eðlilegt að pyndingar séu skilgreindar í refsilögum. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld telja ekki ástæðu til að skilgreina pyndingar sérstaklega sem refsivert athæfi í íslenskri refsilöggjöf. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkisins til nefndar Sameinuðu þjóðanna um bann við pyndingum. Stjórnvöld hafa átt regluleg samskipti við nefndina frá árinu 1998 og hefur nefndin í öllum erindum sínum lagt áherslu á að pyndingar verði skilgreindar sem sérstakt refsivert brot í refsilögum landsins. Í svörum ríkisins í nýjustu skýrslu þess til nefndarinnar er vísað til þess að bann við pyndingum sé tiltekið í stjórnarskránni og einnig í Mannréttindasáttmála Evrópu sem er lögfestur hér á landi. Hins vegar sé ekkert ákvæði um bann við pyndingum í refsilöggjöfinni. Þetta er skýrt þannig að allt líkamlegt ofbeldi sé refsivert samkvæmt hegningarlögum sem og brot gegn frelsi fólks. Þá séu brot framin í opinberu embætti einnig refsiverð og taki til þeirrar háttsemi sem lýst er í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Með vísan til þessa líti stjórnvöld svo á að bann við pyndingum sé nægilega tryggt í íslenskum lögum þrátt fyrir að hugtakið sé ekki skilgreint sérstaklega í löggjöfinni. „Í dag yrði ákært á grundvelli ákvæða um ofbeldisbrot og brot í opinberu starfi en það væri í sjálfu sér mjög eðlilegt að setja inn ákvæði um pyndingar sem skilgreini sérstaklega ofbeldisbrot af hálfu hins opinbera sem tæki mið af alþjóðlegum skilgreiningum,“ segir Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti. Hann segir að þótt bann sé lagt við pyndingum í stjórnarskrá verði menn ekki ákærðir á grundvelli hennar né mannréttindasáttmálans. „Og jafnvel þótt menn telji svona ákvæði ekki verða notað eða að ekki sé þörf fyrir það, er alltaf varnagli að hafa skilgreininguna í lögum.“ Í skýrslunni svara stjórnvöld ýmsum spurningum nefndarinnar sem lúta að efni samningsins. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda kvartana sem borist hafa um pyndingar og slæma meðferð af hálfu lögreglumanna; rannsóknir slíkra mála, saksóknir, fjölda sakfellinga og dóma. Í svari stjórnvalda segir að engin tölfræði sé til um pyndingar sem slíkar þar sem hugtakið er ekki skilgreint í íslenskri löggjöf. Gerð er töluleg grein fyrir kvörtunum um slæma meðferð hjá lögreglu á árunum 2008 til 2014 og voru þær 92 talsins. Í langflestum tilvikum lutu kvartanir að harkalegri meðferð við handtöku eða í fangaklefa en einnig að niðurlægjandi meðferð, hótunum, líkamsárásum, líkamstjóni vegna gáleysislegrar meðferðar og dauða í fangaklefa. Ákært var í fjórum tilvikum og sakfellt í þeim öllum. Í tveimur málum var refsing í formi sektargreiðslu, í einu tilviki fékk dómfelldi 30 daga fangelsi og í einu tilviki tveggja ára skilorð. Nefndin óskaði einnig upplýsinga frá ríkinu um bætur, endurhæfingu og aðra lausn mála fyrir brotaþola pyndinga; hversu margar kröfur hafi verið lagðar fram, í hve mörgum tilvikum orðið hefur verið við slíkum kröfum og fjárhæðir bóta í hverju tilviki. Í svari ríkisins er aftur vísað til fyrri svara þess efnis að íslensk hegningarlög skilgreini ekki pyndingar sem sérstakt brot en bent á að allt athæfi sem miði að því að ógna lífi og limum fólks sé refsivert samkvæmt hegningarlögum og fórnarlömb slíkra brota geti krafist bóta, bæði í refsi- og einkamáli. Þá er óskað upplýsinga um hvort tryggt sé í réttarfarslögum að sönnunargögnum sem aflað hefur verið með pyndingum verði vísað frá dómi og óskað upplýsinga um fjölda tilvika þar sem slíkum gögnum hefur verið vísað frá sem ómarktækum. Í svari ríkisins er aftur vísað til þess að hugtakið sé ekki skilgreint í íslenskri löggjöf og þar af leiðandi sé heldur ekkert ákvæði í lögum sem beinlínis girði fyrir notkun sönnunargagna sem aflað hefur verið með pyndingum. Þrátt fyrir það myndu íslenskir dómstólar hins vegar vísa slíkum sönnunargögnum frá dómi með vísan til annarra réttarfarsákvæða. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin tekur skýrsluna til skoðunar eða hvenær viðbragða frá henni er að vænta en meðferð skýrslna tekur allt að tveimur árum hjá nefndinni. Skilgreining samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna Í samningi þessum merkir hugtakið „pyndingar“ hvern þann verknað sem manni er vísvitandi valdið alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka eða þjáningu með í því skyni t.d. að fá hjá honum eða þriðja manni upplýsingar eða játningu, refsa honum fyrir verk sem hann eða þriðji maður hefur framið eða er grunaður um að hafa framið, eða til að hræða eða neyða hann eða þriðja mann, eða af ástæðum sem byggjast á mismunun af einhverju tagi, þegar þeim sársauka eða þjáningu er valdið af eða fyrir frumkvæði eða með samþykki eða umlíðun opinbers starfsmanns eða annars manns sem er handhafi opinbers valds. Hugtakið tekur ekki til sársauka eða þjáningar sem rekja má að öllu leyti til eða tilheyrir eða leiðir af lögmætum viðurlögum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld telja ekki ástæðu til að skilgreina pyndingar sérstaklega sem refsivert athæfi í íslenskri refsilöggjöf. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkisins til nefndar Sameinuðu þjóðanna um bann við pyndingum. Stjórnvöld hafa átt regluleg samskipti við nefndina frá árinu 1998 og hefur nefndin í öllum erindum sínum lagt áherslu á að pyndingar verði skilgreindar sem sérstakt refsivert brot í refsilögum landsins. Í svörum ríkisins í nýjustu skýrslu þess til nefndarinnar er vísað til þess að bann við pyndingum sé tiltekið í stjórnarskránni og einnig í Mannréttindasáttmála Evrópu sem er lögfestur hér á landi. Hins vegar sé ekkert ákvæði um bann við pyndingum í refsilöggjöfinni. Þetta er skýrt þannig að allt líkamlegt ofbeldi sé refsivert samkvæmt hegningarlögum sem og brot gegn frelsi fólks. Þá séu brot framin í opinberu embætti einnig refsiverð og taki til þeirrar háttsemi sem lýst er í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Með vísan til þessa líti stjórnvöld svo á að bann við pyndingum sé nægilega tryggt í íslenskum lögum þrátt fyrir að hugtakið sé ekki skilgreint sérstaklega í löggjöfinni. „Í dag yrði ákært á grundvelli ákvæða um ofbeldisbrot og brot í opinberu starfi en það væri í sjálfu sér mjög eðlilegt að setja inn ákvæði um pyndingar sem skilgreini sérstaklega ofbeldisbrot af hálfu hins opinbera sem tæki mið af alþjóðlegum skilgreiningum,“ segir Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti. Hann segir að þótt bann sé lagt við pyndingum í stjórnarskrá verði menn ekki ákærðir á grundvelli hennar né mannréttindasáttmálans. „Og jafnvel þótt menn telji svona ákvæði ekki verða notað eða að ekki sé þörf fyrir það, er alltaf varnagli að hafa skilgreininguna í lögum.“ Í skýrslunni svara stjórnvöld ýmsum spurningum nefndarinnar sem lúta að efni samningsins. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda kvartana sem borist hafa um pyndingar og slæma meðferð af hálfu lögreglumanna; rannsóknir slíkra mála, saksóknir, fjölda sakfellinga og dóma. Í svari stjórnvalda segir að engin tölfræði sé til um pyndingar sem slíkar þar sem hugtakið er ekki skilgreint í íslenskri löggjöf. Gerð er töluleg grein fyrir kvörtunum um slæma meðferð hjá lögreglu á árunum 2008 til 2014 og voru þær 92 talsins. Í langflestum tilvikum lutu kvartanir að harkalegri meðferð við handtöku eða í fangaklefa en einnig að niðurlægjandi meðferð, hótunum, líkamsárásum, líkamstjóni vegna gáleysislegrar meðferðar og dauða í fangaklefa. Ákært var í fjórum tilvikum og sakfellt í þeim öllum. Í tveimur málum var refsing í formi sektargreiðslu, í einu tilviki fékk dómfelldi 30 daga fangelsi og í einu tilviki tveggja ára skilorð. Nefndin óskaði einnig upplýsinga frá ríkinu um bætur, endurhæfingu og aðra lausn mála fyrir brotaþola pyndinga; hversu margar kröfur hafi verið lagðar fram, í hve mörgum tilvikum orðið hefur verið við slíkum kröfum og fjárhæðir bóta í hverju tilviki. Í svari ríkisins er aftur vísað til fyrri svara þess efnis að íslensk hegningarlög skilgreini ekki pyndingar sem sérstakt brot en bent á að allt athæfi sem miði að því að ógna lífi og limum fólks sé refsivert samkvæmt hegningarlögum og fórnarlömb slíkra brota geti krafist bóta, bæði í refsi- og einkamáli. Þá er óskað upplýsinga um hvort tryggt sé í réttarfarslögum að sönnunargögnum sem aflað hefur verið með pyndingum verði vísað frá dómi og óskað upplýsinga um fjölda tilvika þar sem slíkum gögnum hefur verið vísað frá sem ómarktækum. Í svari ríkisins er aftur vísað til þess að hugtakið sé ekki skilgreint í íslenskri löggjöf og þar af leiðandi sé heldur ekkert ákvæði í lögum sem beinlínis girði fyrir notkun sönnunargagna sem aflað hefur verið með pyndingum. Þrátt fyrir það myndu íslenskir dómstólar hins vegar vísa slíkum sönnunargögnum frá dómi með vísan til annarra réttarfarsákvæða. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin tekur skýrsluna til skoðunar eða hvenær viðbragða frá henni er að vænta en meðferð skýrslna tekur allt að tveimur árum hjá nefndinni. Skilgreining samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna Í samningi þessum merkir hugtakið „pyndingar“ hvern þann verknað sem manni er vísvitandi valdið alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka eða þjáningu með í því skyni t.d. að fá hjá honum eða þriðja manni upplýsingar eða játningu, refsa honum fyrir verk sem hann eða þriðji maður hefur framið eða er grunaður um að hafa framið, eða til að hræða eða neyða hann eða þriðja mann, eða af ástæðum sem byggjast á mismunun af einhverju tagi, þegar þeim sársauka eða þjáningu er valdið af eða fyrir frumkvæði eða með samþykki eða umlíðun opinbers starfsmanns eða annars manns sem er handhafi opinbers valds. Hugtakið tekur ekki til sársauka eða þjáningar sem rekja má að öllu leyti til eða tilheyrir eða leiðir af lögmætum viðurlögum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira