Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 11:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar. Vísir/Vilhelm „Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05