Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Sighvatur Jónsson skrifar 27. janúar 2019 19:45 Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna.Krafa mótmælenda var skýr, að sex þingmenn sem ræddu um samstarfsfólk sitt og fleiri á opinskáan hátt á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn segðu af sér þingmennsku. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Sigríður Jónsdóttir frá feminísku fötlunarhreyfingunni Tabú. „Lilja, Albertína, Inga, Freyja og aðrar núverandi og fyrrverandi þingkonur eiga ekki að upplifa vanvirðingu, vanlíðan og smánun hvern einasta dag sem þessir sex þingmenn mæta í þingsal Alþingis,“ sagði Sigríður. Erna Marín Baldursdóttir mætti á mótmælafundinn til að ítreka þá skoðun sína að Klaustursþingmennirnir segi af sér. „Þessi lygavefur sem vindur upp á sig, hann er rosalega mikil vanvirðing gagnvart þjóðinni,“ sagði Erna Marín.Tók verkjalyf til að geta mætt Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtöl þingmanna á Klaustri mætti í hjólastól. Hún sagðist ekki geta staðið fyrir verkjum, og bætti við: „Maður gerir það sem þarf að gera.“Ég get tekið einn svona hlut á dag, um það bil tvo klukkutíma. Til þess þarf ég að undirbúa mig með lyfjagjöf. Ég geri það alveg hiklaust og tek það síðan út nokkra daga á eftir í veikindum. Báru brá þegar Klaustursþingmenn mættu aftur til starfa á þingi á dögunum. „Það sökk svolítið hjartað í mér að við ætluðum að endurtaka þessa pælingu. Ókei, við ætlum bara að mæta aftur eins og ekkert hafi í skorist og þið verðið bara að taka því eins og það er. Ég held að við ætlum ekki að gera það.“ Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna.Krafa mótmælenda var skýr, að sex þingmenn sem ræddu um samstarfsfólk sitt og fleiri á opinskáan hátt á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn segðu af sér þingmennsku. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Sigríður Jónsdóttir frá feminísku fötlunarhreyfingunni Tabú. „Lilja, Albertína, Inga, Freyja og aðrar núverandi og fyrrverandi þingkonur eiga ekki að upplifa vanvirðingu, vanlíðan og smánun hvern einasta dag sem þessir sex þingmenn mæta í þingsal Alþingis,“ sagði Sigríður. Erna Marín Baldursdóttir mætti á mótmælafundinn til að ítreka þá skoðun sína að Klaustursþingmennirnir segi af sér. „Þessi lygavefur sem vindur upp á sig, hann er rosalega mikil vanvirðing gagnvart þjóðinni,“ sagði Erna Marín.Tók verkjalyf til að geta mætt Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtöl þingmanna á Klaustri mætti í hjólastól. Hún sagðist ekki geta staðið fyrir verkjum, og bætti við: „Maður gerir það sem þarf að gera.“Ég get tekið einn svona hlut á dag, um það bil tvo klukkutíma. Til þess þarf ég að undirbúa mig með lyfjagjöf. Ég geri það alveg hiklaust og tek það síðan út nokkra daga á eftir í veikindum. Báru brá þegar Klaustursþingmenn mættu aftur til starfa á þingi á dögunum. „Það sökk svolítið hjartað í mér að við ætluðum að endurtaka þessa pælingu. Ókei, við ætlum bara að mæta aftur eins og ekkert hafi í skorist og þið verðið bara að taka því eins og það er. Ég held að við ætlum ekki að gera það.“
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira