Geymdi bækurnar í Bónus í áratug Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 16:10 Þegar Illugi gerði sér ferð í Bónus á dögunum rann það upp fyrir honum að bókakassarnir voru fleiri en hann minnti. Illugi Jökulsson Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar. Bókmenntir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar.
Bókmenntir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira