Meirihluti lækna vill ekki Landspítala við Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 11:17 Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Vísir/Vilhelm Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira