Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 07:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. Hann segir þingmenninna sex í Klaustursmálinu hafa liðið sálarkvalir og mátt þola grimmilega refsingu vegna málsins. Þetta kemur fram í grein sem Sigmundur skrifar og birtist í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð var sem kunnugt er einn þeirrra sex alþingismanna sem sátu á sumbli á barnum Klaustri á síðasta ári þar sem þeir létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Hafi mátt þola „grimmilegri refsingu en nokkur dómstóll myndi telja viðeigandi“ Fram hefur komið að siðanefnd Alþings muni taka mál þeirra þingmanna til meðferðar og virðist Sigmundur Davíð ekki sáttur við það. „Forseti Alþingis reynir nú að efna til pólitískra réttarhalda í annað sinn. Í fyrra skiptið studdist hann við gildandi lög,“ skrifar Sigmundur Davíð og vísar þar til Alþingi samþykkti að kalla saman Landsdóm til þess að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra árið 2010. Segir Sigmundur Davíð að Klaustursmálið, eða hlerunarmálið líkt og hann kýs að kalla það, eigi ekkert erindi við siðanefndina. „Í reglunum sem starf hennar byggist á kemur enda skýrt fram að gildissvið þeirra nái einungis til þess sem þingmenn gera sem hluta af opinberum skyldum sínum. Enginn skynsamur maður gæti haldi því fram að einkasamtal yfir öldrykkju væri hluti af opinberum skyldum þingmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Þá segir hann að niðurstaða siðanefndarinnar muni ekkert gildi hafa, auk þess sem að refsingu þeirra sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri hafi þegar verið útdeilt. „Hver gæti niðurstaða siðanefndarinnar orðið ef hún ákvæði að líta fram hjá hlutverki sínu? E.t.v. sú að það hefði verið ósiðlegt að nota dónaleg orð í einkasamtali. En það vita allir fyrir. Ekki hvað síst þeir sem það gerðu, eins og þeir hafa viðurkennt afdráttarlaust og beðist fyrirgefningar á af einlægni. Fyrir atvikið hafa þeir enda liðið sálarkvalir og þegar þolað grimmilegri refsingu en nokkur dómstóll myndi telja viðeigandi,“ skrifar Sigmundur Davíð.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Forseti Alþingis að „svala hefndarþorsta sínum“ að mati Sigmundar Davíðs Í greininni fer Sigmundur Davíð hörðum orðum um Steingrím og staðhæfir hann að margir hafa haft efasemdir um að Steingrímur gæti orðið „heppilegur forseti“. „Nú kýs hann að renna stoðum undir þær efasemdir með afgerandi og sögulegum hætti. Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi. Þó blasir við að ekkert af því sem ég sagði í einkasamtali sem tekið var upp með ólögmætum hætti jafnast á við fjölmargt sem þingforsetinn sjálfur hefur sagt og gert opinberlega að yfirlögðu ráði,“ skrifar Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að mannréttindi hans og hinna fimm sem sátu með honum að Klaustri umrætt kvöld hafi verið brotin, ekki ´se þó áhugi fyrir því hjá forseta Alþingis að láta rannsaka slíkt. Hann sé með aðgerðunum sínum í málinu að „svala hefndarþorsta sínum,“ auk þess sem að ef einkasamtal nokkurra þingmanna eigi erindi til siðanefndar þýði það að mati Sigmundar Davíðs að fjölmörg mál eigi heima á borði nefndarinnar. „Það mætti til dæmis nefna fjölmörg dæmi um hluti sem aðrir þingmenn, þar með talið Steingrímur J. Sigfússon, hafa sagt um mig opinberlega sem eiga mun frekar erindi til siðanefndar en nokkuð sem ég sagði í hinum ólögmætu upptökum. Eigi svo pólitík að ráða för fremur en gildissvið siðareglnanna verður málafjöldinn endalaus. Í því sambandi er rétt að minnast þess að hver sem er getur lagt til að mál gangi til siðanefndar með því að senda erindi til forsætisnefndar þingsins.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ein leiðindabeyglan“ frá með úrskurði Landsréttar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. 17. janúar 2019 10:19 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. Hann segir þingmenninna sex í Klaustursmálinu hafa liðið sálarkvalir og mátt þola grimmilega refsingu vegna málsins. Þetta kemur fram í grein sem Sigmundur skrifar og birtist í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð var sem kunnugt er einn þeirrra sex alþingismanna sem sátu á sumbli á barnum Klaustri á síðasta ári þar sem þeir létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Hafi mátt þola „grimmilegri refsingu en nokkur dómstóll myndi telja viðeigandi“ Fram hefur komið að siðanefnd Alþings muni taka mál þeirra þingmanna til meðferðar og virðist Sigmundur Davíð ekki sáttur við það. „Forseti Alþingis reynir nú að efna til pólitískra réttarhalda í annað sinn. Í fyrra skiptið studdist hann við gildandi lög,“ skrifar Sigmundur Davíð og vísar þar til Alþingi samþykkti að kalla saman Landsdóm til þess að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra árið 2010. Segir Sigmundur Davíð að Klaustursmálið, eða hlerunarmálið líkt og hann kýs að kalla það, eigi ekkert erindi við siðanefndina. „Í reglunum sem starf hennar byggist á kemur enda skýrt fram að gildissvið þeirra nái einungis til þess sem þingmenn gera sem hluta af opinberum skyldum sínum. Enginn skynsamur maður gæti haldi því fram að einkasamtal yfir öldrykkju væri hluti af opinberum skyldum þingmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Þá segir hann að niðurstaða siðanefndarinnar muni ekkert gildi hafa, auk þess sem að refsingu þeirra sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri hafi þegar verið útdeilt. „Hver gæti niðurstaða siðanefndarinnar orðið ef hún ákvæði að líta fram hjá hlutverki sínu? E.t.v. sú að það hefði verið ósiðlegt að nota dónaleg orð í einkasamtali. En það vita allir fyrir. Ekki hvað síst þeir sem það gerðu, eins og þeir hafa viðurkennt afdráttarlaust og beðist fyrirgefningar á af einlægni. Fyrir atvikið hafa þeir enda liðið sálarkvalir og þegar þolað grimmilegri refsingu en nokkur dómstóll myndi telja viðeigandi,“ skrifar Sigmundur Davíð.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Forseti Alþingis að „svala hefndarþorsta sínum“ að mati Sigmundar Davíðs Í greininni fer Sigmundur Davíð hörðum orðum um Steingrím og staðhæfir hann að margir hafa haft efasemdir um að Steingrímur gæti orðið „heppilegur forseti“. „Nú kýs hann að renna stoðum undir þær efasemdir með afgerandi og sögulegum hætti. Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi. Þó blasir við að ekkert af því sem ég sagði í einkasamtali sem tekið var upp með ólögmætum hætti jafnast á við fjölmargt sem þingforsetinn sjálfur hefur sagt og gert opinberlega að yfirlögðu ráði,“ skrifar Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að mannréttindi hans og hinna fimm sem sátu með honum að Klaustri umrætt kvöld hafi verið brotin, ekki ´se þó áhugi fyrir því hjá forseta Alþingis að láta rannsaka slíkt. Hann sé með aðgerðunum sínum í málinu að „svala hefndarþorsta sínum,“ auk þess sem að ef einkasamtal nokkurra þingmanna eigi erindi til siðanefndar þýði það að mati Sigmundar Davíðs að fjölmörg mál eigi heima á borði nefndarinnar. „Það mætti til dæmis nefna fjölmörg dæmi um hluti sem aðrir þingmenn, þar með talið Steingrímur J. Sigfússon, hafa sagt um mig opinberlega sem eiga mun frekar erindi til siðanefndar en nokkuð sem ég sagði í hinum ólögmætu upptökum. Eigi svo pólitík að ráða för fremur en gildissvið siðareglnanna verður málafjöldinn endalaus. Í því sambandi er rétt að minnast þess að hver sem er getur lagt til að mál gangi til siðanefndar með því að senda erindi til forsætisnefndar þingsins.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ein leiðindabeyglan“ frá með úrskurði Landsréttar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. 17. janúar 2019 10:19 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
„Ein leiðindabeyglan“ frá með úrskurði Landsréttar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. 17. janúar 2019 10:19
Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00
Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30
Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00