Ágætis sport Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:09 Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun