Reyna að hafa rafmynt af fólki með hótunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 10:46 Viðtakendur svikapósta eru hvattir til að hafa samband við lögregluna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan. Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan.
Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira