Valdamiklar á efri árum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 9. febrúar 2019 09:00 Nancy Pelosi klappar eftirminnilega fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, er 78 ára gömul og hefur reynst Donald Trump forseta erfiður andstæðingur. Margir telja hana reyndar höfuðandstæðing hans. Ljósmynd af henni að klappa fyrir Trump með háðsku látbragði þegar því var fagnað að aldrei hefðu jafn margar konur setið á Bandaríkjaþingi þykir táknræn fyrir samskipti þeirra. „Mér hefur alltaf samið vel við hana, ég held það eigi ekki við lengur,“ sagði Trump eftir að Pelosi tilkynnti að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni til múrsins sem hann lofaði að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Pelosi tók hvern slaginn á eftir öðrum á meðan stór hluti alríkisstofnana vestanhafs var lokaður vikum saman vegna ágreiningsins. Hún mætti í byrjun vikunnar í þinghúsið ásamt hópi þingkvenna Demókrataflokksins. Þær voru allar hvítklæddar og hlýddu á stefnuræðu forseta. Konurnar vildu með klæðnaði sínum minna á baráttu fyrir réttindum kvenna í heila öld. Látbragð þeirra vakti mikla athygli en þær sátu sem steinrunnar í gegnum stefnuræðuna þar til Trump greindi frá því að aldrei áður hefðu jafnmargar setið á þingi og nú. Þá fögnuðu þær svo þakið ætlaði af.Í gegnum „marmaraþakið“ Nancy gegnir nú þriðja valdamesta embætti í Bandaríkjunum sem forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Hún gegnir reyndar embættinu í annað sinn en er hins vegar eina konan sem hefur gegnt því frá upphafi. Þegar hún tók við embættinu árið 2006 sagði hún: „Fyrir dætur okkar og barnabörn, í dag brutum við marmaraþakið […] Nú er þeim allt mögulegt.“ Nancy er af ítölskum ættum. Hún eignaðist fimm börn og á níu barnabörn. Hún þykir afar frjálslynd, setti sig upp á móti Íraksstríðinu og er fylgjandi lögleiðingu kannabisefna. Andstæðingar hennar eru líklega hættir að vanmeta hana eftir að Trump laut í lægra haldi fyrir henni í janúarmánuði.Maxine Waters hefur ekki átt auðvelda ævi og er harðsnúin.Nordicphotos/gettyÓttalaus og beinskeytt Starfssystur Nancy í fulltrúadeildinni eru margar öflugar og nokkrar hafa náð háum aldri. Maxine Waters er áttræð og fyrsta konan til að fara fyrir bankaráði Hvíta hússins. Maxine er þingmaður demókrata fyrir Kaliforníu og einnig harður gagnrýnandi Trumps. Hún hefur kallað hann „eineltissegg, sjálfhverfan brjálæðing og lygara“ og sagt hann eiga „enga innistæðu fyrir því að gegna embætti forseta Bandaríkjanna“. Maxine er fædd 1938 í Missourifylki. Hún átti tólf systkini og var alin upp af einstæðri móður. Hún vann frá þrettán ára aldri, fyrst í fataverksmiðju, svo á símstöð og sem aðstoðarkennari áður en hún aflaði sér háskólagráðu í félagsfræði um þrítugsaldurinn. Stjórnmálaferill hennar spannar áratugi og hún þykir óttalaus og beinskeytt. Á síðasta ári fékk Maxine líflátshótanir í kjölfar ummæla hennar um að almenningur skyldi gera stjórnarmönnum Trumps ljóst að þeir væru „ekki velkomnir neins staðar“. Maxine svaraði líflátshótunum með sínum hætti. „Ég veit að það er fólk sem vill ritskoða mig, vill henda mér út af þingi, talar um að skjóta mig, talar um að hengja mig. Það eina sem ég hef að segja er þetta: Ef þið skjótið mig, er eins gott að þið hittið.“Donna Shalala þung á brún fyrir miðju.Nordicphotos/gettyHeiðursdoktor við HÍ Donna Shalala verður 78 ára gömul þann 14. febrúar næstkomandi. Hún var ráðherra heilbrigðismála í Bandaríkjunum í valdatíð Bills Clinton og þykir harðsnúin. Hún er dóttir líbanskra innflytjenda og er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Donna kom til Íslands árið 2008 og tók við nafnbótinni frá Kristínu Ingólfsdóttur þáverandi rektor.Notorious R.B.G. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg fagnar 86 ára afmæli sínu í mars. Bill Clinton skipaði hana í hæstarétt árið 1993 og varð hún því önnur konan til að setjast á þann fræga bekk. Á meðan hún gegndi starfi lögmanns á yngri árum barðist hún fyrir jafnrétti kynjanna og réttindum kvenna. Á þeim tíma náði hún að knýja fram allnokkra sigra fyrir hæstarétti. Segja má að hún hafi haldið í þessi gildi eftir að hún tók við sem dómari. Eftir að Trump tók við forsetaembættinu hafa vinsældir Ginsburg aukist töluvert á meðal frjálslyndra og vinstrisinnaðra Bandaríkjamanna. Nú þegar íhaldssamir dómarar eru í meirihluta við dómstólinn er Ginsburg helsta von þeirra frjálslyndu og vinstrisinnuðu til að standa vörð um sín gildi. Þar sem skipað er í hæstarétt ævilangt er ljóst að hver einasta skipun hefur töluverð áhrif á bandarískt samfélag. Andstæðingar Trumps vilja því alls ekki að hann fái að skipa sinn þriðja dómara. Vilja sem sagt ekki að Ginsburg, sem hefur verið kölluð „Notorious R.B.G.“ með vísan til rapparans Notorious B.I.G., láti af störfum. Þrátt fyrir beinbrot og krabbamein virðist Ginsburg þó ekki við það að hætta.Þrátt fyrir beinbrot og krabbamein virðist Ruth Bader Ginsburg þó ekki við það að hætta.Nordicphotos/gettyNjóta lífsins og möguleika sinna Og af öðrum vettvangi en stjórnmálum. Konur á efri árum láta að sér kveða í Hollywood. Glenn Close vann nýverið Golden Globe-verðlaun sem besta leikkonan í byrjun janúar. Hún er 71 árs. Konur eru einnig sífellt meira áberandi í æðstu stöðum á fjölmiðlum. Sama dag og Glenn Close tók við verðlaunum sínum tilkynnti CBS-fréttastofan um að reynsluboltinn Susan Zirinsky tæki við stjórnartaumunum. Fjallað hefur verið um velgengni bandarískra kvenna á efri árum í fjölmiðlum. Í janúar birtist greinin I Am (an Older) Woman, Hear Me Roar, í The Times. Hún er ein sú vinsælasta sem fjölmiðillinn hefur gefið út. Sálfræðingurinn Mary Pipher gaf nokkrum dögum síðar út ritgerð sína, The Joy of Being a Woman in her 70’s. Í ritgerðinni er fjallað um það hversu mikið samfélagið hefur vanmetið eldri konur. Þær hafi verið álitnar vanmáttugar og valdalausar. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að þær séu hamingjusamastar allra þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum. Konur á aldrinum 65-79 ára njóti lífsins og nýti möguleika sína. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, er 78 ára gömul og hefur reynst Donald Trump forseta erfiður andstæðingur. Margir telja hana reyndar höfuðandstæðing hans. Ljósmynd af henni að klappa fyrir Trump með háðsku látbragði þegar því var fagnað að aldrei hefðu jafn margar konur setið á Bandaríkjaþingi þykir táknræn fyrir samskipti þeirra. „Mér hefur alltaf samið vel við hana, ég held það eigi ekki við lengur,“ sagði Trump eftir að Pelosi tilkynnti að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni til múrsins sem hann lofaði að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Pelosi tók hvern slaginn á eftir öðrum á meðan stór hluti alríkisstofnana vestanhafs var lokaður vikum saman vegna ágreiningsins. Hún mætti í byrjun vikunnar í þinghúsið ásamt hópi þingkvenna Demókrataflokksins. Þær voru allar hvítklæddar og hlýddu á stefnuræðu forseta. Konurnar vildu með klæðnaði sínum minna á baráttu fyrir réttindum kvenna í heila öld. Látbragð þeirra vakti mikla athygli en þær sátu sem steinrunnar í gegnum stefnuræðuna þar til Trump greindi frá því að aldrei áður hefðu jafnmargar setið á þingi og nú. Þá fögnuðu þær svo þakið ætlaði af.Í gegnum „marmaraþakið“ Nancy gegnir nú þriðja valdamesta embætti í Bandaríkjunum sem forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Hún gegnir reyndar embættinu í annað sinn en er hins vegar eina konan sem hefur gegnt því frá upphafi. Þegar hún tók við embættinu árið 2006 sagði hún: „Fyrir dætur okkar og barnabörn, í dag brutum við marmaraþakið […] Nú er þeim allt mögulegt.“ Nancy er af ítölskum ættum. Hún eignaðist fimm börn og á níu barnabörn. Hún þykir afar frjálslynd, setti sig upp á móti Íraksstríðinu og er fylgjandi lögleiðingu kannabisefna. Andstæðingar hennar eru líklega hættir að vanmeta hana eftir að Trump laut í lægra haldi fyrir henni í janúarmánuði.Maxine Waters hefur ekki átt auðvelda ævi og er harðsnúin.Nordicphotos/gettyÓttalaus og beinskeytt Starfssystur Nancy í fulltrúadeildinni eru margar öflugar og nokkrar hafa náð háum aldri. Maxine Waters er áttræð og fyrsta konan til að fara fyrir bankaráði Hvíta hússins. Maxine er þingmaður demókrata fyrir Kaliforníu og einnig harður gagnrýnandi Trumps. Hún hefur kallað hann „eineltissegg, sjálfhverfan brjálæðing og lygara“ og sagt hann eiga „enga innistæðu fyrir því að gegna embætti forseta Bandaríkjanna“. Maxine er fædd 1938 í Missourifylki. Hún átti tólf systkini og var alin upp af einstæðri móður. Hún vann frá þrettán ára aldri, fyrst í fataverksmiðju, svo á símstöð og sem aðstoðarkennari áður en hún aflaði sér háskólagráðu í félagsfræði um þrítugsaldurinn. Stjórnmálaferill hennar spannar áratugi og hún þykir óttalaus og beinskeytt. Á síðasta ári fékk Maxine líflátshótanir í kjölfar ummæla hennar um að almenningur skyldi gera stjórnarmönnum Trumps ljóst að þeir væru „ekki velkomnir neins staðar“. Maxine svaraði líflátshótunum með sínum hætti. „Ég veit að það er fólk sem vill ritskoða mig, vill henda mér út af þingi, talar um að skjóta mig, talar um að hengja mig. Það eina sem ég hef að segja er þetta: Ef þið skjótið mig, er eins gott að þið hittið.“Donna Shalala þung á brún fyrir miðju.Nordicphotos/gettyHeiðursdoktor við HÍ Donna Shalala verður 78 ára gömul þann 14. febrúar næstkomandi. Hún var ráðherra heilbrigðismála í Bandaríkjunum í valdatíð Bills Clinton og þykir harðsnúin. Hún er dóttir líbanskra innflytjenda og er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Donna kom til Íslands árið 2008 og tók við nafnbótinni frá Kristínu Ingólfsdóttur þáverandi rektor.Notorious R.B.G. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg fagnar 86 ára afmæli sínu í mars. Bill Clinton skipaði hana í hæstarétt árið 1993 og varð hún því önnur konan til að setjast á þann fræga bekk. Á meðan hún gegndi starfi lögmanns á yngri árum barðist hún fyrir jafnrétti kynjanna og réttindum kvenna. Á þeim tíma náði hún að knýja fram allnokkra sigra fyrir hæstarétti. Segja má að hún hafi haldið í þessi gildi eftir að hún tók við sem dómari. Eftir að Trump tók við forsetaembættinu hafa vinsældir Ginsburg aukist töluvert á meðal frjálslyndra og vinstrisinnaðra Bandaríkjamanna. Nú þegar íhaldssamir dómarar eru í meirihluta við dómstólinn er Ginsburg helsta von þeirra frjálslyndu og vinstrisinnuðu til að standa vörð um sín gildi. Þar sem skipað er í hæstarétt ævilangt er ljóst að hver einasta skipun hefur töluverð áhrif á bandarískt samfélag. Andstæðingar Trumps vilja því alls ekki að hann fái að skipa sinn þriðja dómara. Vilja sem sagt ekki að Ginsburg, sem hefur verið kölluð „Notorious R.B.G.“ með vísan til rapparans Notorious B.I.G., láti af störfum. Þrátt fyrir beinbrot og krabbamein virðist Ginsburg þó ekki við það að hætta.Þrátt fyrir beinbrot og krabbamein virðist Ruth Bader Ginsburg þó ekki við það að hætta.Nordicphotos/gettyNjóta lífsins og möguleika sinna Og af öðrum vettvangi en stjórnmálum. Konur á efri árum láta að sér kveða í Hollywood. Glenn Close vann nýverið Golden Globe-verðlaun sem besta leikkonan í byrjun janúar. Hún er 71 árs. Konur eru einnig sífellt meira áberandi í æðstu stöðum á fjölmiðlum. Sama dag og Glenn Close tók við verðlaunum sínum tilkynnti CBS-fréttastofan um að reynsluboltinn Susan Zirinsky tæki við stjórnartaumunum. Fjallað hefur verið um velgengni bandarískra kvenna á efri árum í fjölmiðlum. Í janúar birtist greinin I Am (an Older) Woman, Hear Me Roar, í The Times. Hún er ein sú vinsælasta sem fjölmiðillinn hefur gefið út. Sálfræðingurinn Mary Pipher gaf nokkrum dögum síðar út ritgerð sína, The Joy of Being a Woman in her 70’s. Í ritgerðinni er fjallað um það hversu mikið samfélagið hefur vanmetið eldri konur. Þær hafi verið álitnar vanmáttugar og valdalausar. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að þær séu hamingjusamastar allra þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum. Konur á aldrinum 65-79 ára njóti lífsins og nýti möguleika sína.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira