Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Plast er efni sem unnið er úr olíu og nánast ómögulegt fyrir efnið að eyðast náttúrulega. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Til stendur að banna burðarpoka úr plasti hér á landi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mengunarvarnir sem varðar notkun burðarpoka en samkvæmt því verður frá og með 1. júlí 2019 óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Ekki skiptir máli hvort það er með eða án gjalds. Bannið á sem sé einungis við um plastpoka og ekki burðarpoka úr öðrum efnum. Burðarpokar úr plasti eru bæði þykku pokarnir sem hægt hefur verið að fá eða kaupa í stykkjatali á afgreiðslukössum verslana og þunnu pokarnir sem til dæmis hefur verið hægt að fá endurgjaldslaust í grænmetiskælum matvörubúða. Bannið tekur ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum í verslunum, svo sem nestispoka og ruslapoka sem seldir eru margir saman í rúllum.Mun bann við burðarplastpokum leysa plastvanda heimsins? „Banninu við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandanum, heldur ein aðgerð af mörgum. Mikilvægt er að horfa á stóru myndina og takast á við verkefnið með margvíslegum lausnum. Burðarplastpokar hafa þegar verið bannaðir í fjölda ríkja og brýnt að minnka það magn plastpoka sem er í umferð. Um leið verðum við að horfa til dæmis á plastumbúðir og allt það magn af einnota plasti sem við höfum vanið okkur á að nota. Ég vil taka þessi mál föstum tökum,“ segir Guðmundur Ingi. „Samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum skilaði mér í nóvember síðastliðnum 18 tillögum til að takast á við plastmengun. Þær eru afar fjölbreyttar. Á vettvangi Evrópusambandsins er síðan umfangsmikil vinna í gangi varðandi plastmengun og gert ráð fyrir að nú í vor verði ný tilskipun samþykkt þar sem aðildarríkjum verður m.a. gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr plasti, merkja skuli dömubindi, blautþurrkur og blöðrur til að upplýsa um að varan sé úr plasti og hafi neikvæð umhverfisáhrif og ábyrgð sett á framleiðendur tiltekinna vara að sjá um meðhöndlun úrgangs sem af þeim verður. Tilskipunin verður innleidd hér á landi, samhliða því sem unnið verður úr öðrum tillögum sem ég fékk afhentar. Margt er þannig í kortunum, enda margvíslegra aðgerða þörf.“ Plast er efni sem unnið er úr olíu og nánast ómögulegt fyrir efnið að eyðast náttúrulega. Það er því hentugt til ýmissa nota og iðulega notað sem einnota efni. Gallinn er sá að einnota plast er ekki einnota, þó það sé oft notað aðeins einu sinni. Plast getur enst í tugi, jafnvel hundruð ára sem úrgangur. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Venjulegur burðarplastpoki sem fæst meðal annars í matvöruverslunum tekur um 1.000 ár að brotna niður og eru um tvær milljónir slíkra poka notaðir á hverri mínútu í heiminum. Talið er að hver plastpoki sé notaður að meðaltali í um 12 mínútur. Örplastið sem brotnar niður fer svo út í umhverfið og inn í hringrás lífsins. „Eitt af því sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum lagði til er að hreinlætisvörur sem innihalda örplast verði bannaðar. Örplast er að finna í ýmsum vörum eins og sápu, sturtusápu, andlits- og líkamsskrúbbum og tannkremi, og endar því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum þaðan sem það á greiða leið út í haf. Í fyrra tók í gildi bann í Bretlandi við framleiðslu og sölu hreinlætis- og snyrtivara sem innihalda örplast. Samráðsvettvangurinn lagði til að frá og með næsta ári yrði bannað að flytja inn og framleiða hreinlætis- og snyrtivörur sem innihalda örplast hér á landi. Þetta mál er nú til skoðunar og hvernig hægt væri að útfæra þetta.“Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Örplast fannst í mannslíkömum Óttast hefur verið að örplast rati í líkama manna. Nýlega var í fyrsta skipti rannsakað hvort örplast væri að finna í saursýnum fólks. Rannsóknin var unnin af Umhverfisstofnun í Austurríki og tóku átta manneskjur þátt frá Evrópu, Japan og Rússlandi. Örplast fannst í saursýnum þeirra allra. Vísindamenn drógu þá ályktun að örplast mætti því finna í saur helmingi mannkyns en þó þyrfti að staðfesta það með stærri rannsókn. Enn er lítið vitað um áhrif örplasts á bæði manninn og umhverfið en á Íslandi hefur einnig fundist örplast í neysluvatni. „Örplast í drykkjarvatni er áhyggjuefni og sýnir okkur í raun umfang þess sem við er að etja. Daglegt líf okkar er fullt af plasti og mikið af því endar úti í náttúrunni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það eyðist ekki og hverfur ekki heldur brotnar bara niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Sem líffræðingur hef ég áhyggjur af því hver áhrif þessa á lífríkið verða til lengri tíma litið, bæði á okkur mennina og aðrar lífverur. Við þekkjum þessi áhrif í raun ekki enn,“ segir Guðmundur Ingi. „Mér þótti sláandi að heyra fréttina um búrhvalinn sem fannst dauður í Indónesíu í lok síðasta árs og var með 6 kg af plasti í maganum. Í maganum á honum fundust m.a. tvö pör af sandölum úr plasti, 25 plastpokar og 115 einnota plastbollar, alls yfir 1.000 plasthlutir. Það góða er að fólk, fyrirtæki og ríki heims eru að ranka við sér.“ Örplast hefur enn ekki fundist í blóðrás mannsins, en ætli það sé aðeins tímaspursmál? Plastnotkun er óheyrilega mikil í heiminum í dag og er notkunin svo samofin okkar hversdagslega lífi að erfitt getur verið fyrir marga að takmarka plast eða minnka notkun þess. Talið er að á hverri mínútu séu um milljón einnota plastflöskur notaðar í heiminum. Gert er ráð fyrir um 21 prósents aukningu fyrir árið 2021.Plastmengun er forgangsmál „Hvað plastflöskurnar varðar þá skila þær sér almennt vel til endurvinnslu. Hlutfallið hefur verið um 85-90%. Við viljum þó að sjálfsögðu sjá töluna enn hærri og mikilvægt er að róa öllum árum að því að svo verði. Síðan er stór spurning hvort við þurfum yfirhöfuð allar þessar flöskur til að byrja með. Ein leið okkar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að nálgast þetta hefur verið með samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um verkefnið „Hreint vatn í krana“. Því er ætlað að fræða ferðamenn um að vatn á Íslandi sé nánast alls staðar hreint og öruggt til neyslu og óþarfi sé að kaupa hér vatn í einnota umbúðum. Af notkun og flutningi plastflaskna hljótist óþarfa loftslagsáhrif og önnur neikvæð umhverfisáhrif,“ segir Guðmundur Ingi. „En, við stefnum hiklaust hærra. Eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra er að takast á við plastmengun, neyslu og sóun. Allt tengist þetta saman og þessi ósjálfbæra neysla er á endanum loftslagsmál. Það er frábært að verða vitni að þeirri miklu vitundarvakningu sem orðið hefur um þessi mál og það fyllir mig bjartsýni. Í ráðuneytinu er mikil vinna í gangi varðandi þessi mál og plastpokabannið er einungis ein aðgerð af mörgum. Almennt varðandi plastið er ágætt að hafa í huga að plast er í of stórum stíl einnota, þ.e.a.s. hent eftir eina notkun. Þetta eru matarumbúðir sem enduðu beint í tunnunni, plastbollar sem drukkið var úr í örfáar mínútur, plastpokar sem fóru einungis heim úr versluninni og enduðu síðan í ruslinu. Við þurfum að takast á við þennan einnota hugsunarhátt og breyta honum yfir í fjölnota.“Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur banni á einnota plastpokum í verslunum? Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum. Heildarniðurstöður könnunarinnar: 21% andvíg banni á einnota plastpokum (það er 9% mjög andvíg og 12% frekar andvíg) 21% frekar hlynnt banni tæp 41% mjög hlynnt (eða 61% samtals hlynnt) Loks kváðust 17% hvorki vera andvíg né fylgjandi banni á einnota plastpokum í verslunum. *Könnun MMR í október Staðreyndir um plast:Frá árinu 1950 hafa verið framleiddir um 8,3 milljarðar tonna af plasti í heiminum og í raun hefur framleiðslan tvöfaldast á þessum tíma.Aðeins um 9% af þessum 8,3 milljörðum tonna hafa verið endurunnin.Sums staðar í heiminum hefur algjört bann verið lagt við notkun á plasti, t.d. í Kenýa.Í Bandaríkjunum eru um 500 milljón rör notuð á hverjum degi.73% af rusli við strandlengjur heimsins eru plastdrasl svo sem flöskur, flöskutappar, sígarettustubbar, matarumbúðir, burðarplastpokar og fleira.Milljón plastflöskur eru keyptar á hverri mínútu í heiminum.Plast drepur yfir 1,1 milljón sjófugla og annarra dýra á hverju ári. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa hafnar ásökunum í myndbandi Íslenska gámafélagsins Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins. 5. desember 2018 18:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Til stendur að banna burðarpoka úr plasti hér á landi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mengunarvarnir sem varðar notkun burðarpoka en samkvæmt því verður frá og með 1. júlí 2019 óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Ekki skiptir máli hvort það er með eða án gjalds. Bannið á sem sé einungis við um plastpoka og ekki burðarpoka úr öðrum efnum. Burðarpokar úr plasti eru bæði þykku pokarnir sem hægt hefur verið að fá eða kaupa í stykkjatali á afgreiðslukössum verslana og þunnu pokarnir sem til dæmis hefur verið hægt að fá endurgjaldslaust í grænmetiskælum matvörubúða. Bannið tekur ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum í verslunum, svo sem nestispoka og ruslapoka sem seldir eru margir saman í rúllum.Mun bann við burðarplastpokum leysa plastvanda heimsins? „Banninu við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandanum, heldur ein aðgerð af mörgum. Mikilvægt er að horfa á stóru myndina og takast á við verkefnið með margvíslegum lausnum. Burðarplastpokar hafa þegar verið bannaðir í fjölda ríkja og brýnt að minnka það magn plastpoka sem er í umferð. Um leið verðum við að horfa til dæmis á plastumbúðir og allt það magn af einnota plasti sem við höfum vanið okkur á að nota. Ég vil taka þessi mál föstum tökum,“ segir Guðmundur Ingi. „Samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum skilaði mér í nóvember síðastliðnum 18 tillögum til að takast á við plastmengun. Þær eru afar fjölbreyttar. Á vettvangi Evrópusambandsins er síðan umfangsmikil vinna í gangi varðandi plastmengun og gert ráð fyrir að nú í vor verði ný tilskipun samþykkt þar sem aðildarríkjum verður m.a. gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr plasti, merkja skuli dömubindi, blautþurrkur og blöðrur til að upplýsa um að varan sé úr plasti og hafi neikvæð umhverfisáhrif og ábyrgð sett á framleiðendur tiltekinna vara að sjá um meðhöndlun úrgangs sem af þeim verður. Tilskipunin verður innleidd hér á landi, samhliða því sem unnið verður úr öðrum tillögum sem ég fékk afhentar. Margt er þannig í kortunum, enda margvíslegra aðgerða þörf.“ Plast er efni sem unnið er úr olíu og nánast ómögulegt fyrir efnið að eyðast náttúrulega. Það er því hentugt til ýmissa nota og iðulega notað sem einnota efni. Gallinn er sá að einnota plast er ekki einnota, þó það sé oft notað aðeins einu sinni. Plast getur enst í tugi, jafnvel hundruð ára sem úrgangur. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Venjulegur burðarplastpoki sem fæst meðal annars í matvöruverslunum tekur um 1.000 ár að brotna niður og eru um tvær milljónir slíkra poka notaðir á hverri mínútu í heiminum. Talið er að hver plastpoki sé notaður að meðaltali í um 12 mínútur. Örplastið sem brotnar niður fer svo út í umhverfið og inn í hringrás lífsins. „Eitt af því sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum lagði til er að hreinlætisvörur sem innihalda örplast verði bannaðar. Örplast er að finna í ýmsum vörum eins og sápu, sturtusápu, andlits- og líkamsskrúbbum og tannkremi, og endar því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum þaðan sem það á greiða leið út í haf. Í fyrra tók í gildi bann í Bretlandi við framleiðslu og sölu hreinlætis- og snyrtivara sem innihalda örplast. Samráðsvettvangurinn lagði til að frá og með næsta ári yrði bannað að flytja inn og framleiða hreinlætis- og snyrtivörur sem innihalda örplast hér á landi. Þetta mál er nú til skoðunar og hvernig hægt væri að útfæra þetta.“Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Örplast fannst í mannslíkömum Óttast hefur verið að örplast rati í líkama manna. Nýlega var í fyrsta skipti rannsakað hvort örplast væri að finna í saursýnum fólks. Rannsóknin var unnin af Umhverfisstofnun í Austurríki og tóku átta manneskjur þátt frá Evrópu, Japan og Rússlandi. Örplast fannst í saursýnum þeirra allra. Vísindamenn drógu þá ályktun að örplast mætti því finna í saur helmingi mannkyns en þó þyrfti að staðfesta það með stærri rannsókn. Enn er lítið vitað um áhrif örplasts á bæði manninn og umhverfið en á Íslandi hefur einnig fundist örplast í neysluvatni. „Örplast í drykkjarvatni er áhyggjuefni og sýnir okkur í raun umfang þess sem við er að etja. Daglegt líf okkar er fullt af plasti og mikið af því endar úti í náttúrunni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það eyðist ekki og hverfur ekki heldur brotnar bara niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Sem líffræðingur hef ég áhyggjur af því hver áhrif þessa á lífríkið verða til lengri tíma litið, bæði á okkur mennina og aðrar lífverur. Við þekkjum þessi áhrif í raun ekki enn,“ segir Guðmundur Ingi. „Mér þótti sláandi að heyra fréttina um búrhvalinn sem fannst dauður í Indónesíu í lok síðasta árs og var með 6 kg af plasti í maganum. Í maganum á honum fundust m.a. tvö pör af sandölum úr plasti, 25 plastpokar og 115 einnota plastbollar, alls yfir 1.000 plasthlutir. Það góða er að fólk, fyrirtæki og ríki heims eru að ranka við sér.“ Örplast hefur enn ekki fundist í blóðrás mannsins, en ætli það sé aðeins tímaspursmál? Plastnotkun er óheyrilega mikil í heiminum í dag og er notkunin svo samofin okkar hversdagslega lífi að erfitt getur verið fyrir marga að takmarka plast eða minnka notkun þess. Talið er að á hverri mínútu séu um milljón einnota plastflöskur notaðar í heiminum. Gert er ráð fyrir um 21 prósents aukningu fyrir árið 2021.Plastmengun er forgangsmál „Hvað plastflöskurnar varðar þá skila þær sér almennt vel til endurvinnslu. Hlutfallið hefur verið um 85-90%. Við viljum þó að sjálfsögðu sjá töluna enn hærri og mikilvægt er að róa öllum árum að því að svo verði. Síðan er stór spurning hvort við þurfum yfirhöfuð allar þessar flöskur til að byrja með. Ein leið okkar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að nálgast þetta hefur verið með samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um verkefnið „Hreint vatn í krana“. Því er ætlað að fræða ferðamenn um að vatn á Íslandi sé nánast alls staðar hreint og öruggt til neyslu og óþarfi sé að kaupa hér vatn í einnota umbúðum. Af notkun og flutningi plastflaskna hljótist óþarfa loftslagsáhrif og önnur neikvæð umhverfisáhrif,“ segir Guðmundur Ingi. „En, við stefnum hiklaust hærra. Eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra er að takast á við plastmengun, neyslu og sóun. Allt tengist þetta saman og þessi ósjálfbæra neysla er á endanum loftslagsmál. Það er frábært að verða vitni að þeirri miklu vitundarvakningu sem orðið hefur um þessi mál og það fyllir mig bjartsýni. Í ráðuneytinu er mikil vinna í gangi varðandi þessi mál og plastpokabannið er einungis ein aðgerð af mörgum. Almennt varðandi plastið er ágætt að hafa í huga að plast er í of stórum stíl einnota, þ.e.a.s. hent eftir eina notkun. Þetta eru matarumbúðir sem enduðu beint í tunnunni, plastbollar sem drukkið var úr í örfáar mínútur, plastpokar sem fóru einungis heim úr versluninni og enduðu síðan í ruslinu. Við þurfum að takast á við þennan einnota hugsunarhátt og breyta honum yfir í fjölnota.“Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur banni á einnota plastpokum í verslunum? Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum. Heildarniðurstöður könnunarinnar: 21% andvíg banni á einnota plastpokum (það er 9% mjög andvíg og 12% frekar andvíg) 21% frekar hlynnt banni tæp 41% mjög hlynnt (eða 61% samtals hlynnt) Loks kváðust 17% hvorki vera andvíg né fylgjandi banni á einnota plastpokum í verslunum. *Könnun MMR í október Staðreyndir um plast:Frá árinu 1950 hafa verið framleiddir um 8,3 milljarðar tonna af plasti í heiminum og í raun hefur framleiðslan tvöfaldast á þessum tíma.Aðeins um 9% af þessum 8,3 milljörðum tonna hafa verið endurunnin.Sums staðar í heiminum hefur algjört bann verið lagt við notkun á plasti, t.d. í Kenýa.Í Bandaríkjunum eru um 500 milljón rör notuð á hverjum degi.73% af rusli við strandlengjur heimsins eru plastdrasl svo sem flöskur, flöskutappar, sígarettustubbar, matarumbúðir, burðarplastpokar og fleira.Milljón plastflöskur eru keyptar á hverri mínútu í heiminum.Plast drepur yfir 1,1 milljón sjófugla og annarra dýra á hverju ári.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa hafnar ásökunum í myndbandi Íslenska gámafélagsins Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins. 5. desember 2018 18:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sorpa hafnar ásökunum í myndbandi Íslenska gámafélagsins Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins. 5. desember 2018 18:17