Miðflokksmenn vilja banna ljósmyndun innan og utan dómhúsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 15:56 Þorsteinn telur það geta haft áhrif á sakborninga, vitni og fleiri ef þeir eiga von á myndatökum á leið til þinghalds. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00