Gott kynlíf Bjarni Karlsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun