Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Hið umdeilda pálmalistaverk í væntanlegri Vogabyggð er fjármagnað með innviðagjöldum eins og komið hefur fram. Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40