Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira