Segir að stokka þurfi upp menntakerfið Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún. Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún.
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira