Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 19:15 Frá aðgerðum í dag. Vísir/Jói K. Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51