Hagfræði auðkýfinganna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar