Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 8. mars 2019 21:08 Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum háskóla Íslands og íslenskrar erfðagreiningar. Markmiðið er að varpa ljósi á heilsufar kvenna í kjölfar áfalla. Rúmlega þrjátíu þúsund konur hafa tekið þátt í rannsókninni og telja rannsakendur niðurstöðurnar því geta endurspeglað þjóðina. Niðurstöðurnar leiða í ljós að þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í námi eða starfi og um fimmtungur kvenna eru með merki um áfallastreituröskun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í dag og í pontu steig Stefanía Sigurðardóttir og sagði sögu sína. Eftir röð áfalla á stuttum tíma, missti hún allan styrk og hefur verið í veikindaleyfi vegna álags og kulnunar. Hún sagði heilann hafa svikið sig. Fréttastofa ræddi við Stefaníu eftir tölu hennar og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Læst inni á hótelherbergi í miðri skotárás Áfallasaga Stefaníu er löng og tóku áföllin að endingu allan styrk úr henni. Eftir ýmis áföll í barnæsku, kynferðislegt ofbeldi var hún komin á græna grein skömmu seinna fara áföll að dynja á henni að nýju. „Ég er komin á nokkuð græna grein þegar efnahagshrunið verður. Í kjölfarið veikist maðurinn minn, þáverandi, mjög illa og eftirköstin af því eru ákveðið áfall. Móðir mín veikist í kjölfarið sem ýfir upp allt þetta gamla úr minni æsku. Ég stend í skilnaði og skipti um vinnu og seinna er vinnan mín seld erlendu fyrirtæki, svo þetta var erfiður tími,“ segir Stefanía. Stefanía er svo stödd á ráðstefnu í bandarísku borginni Las Vegas, 1.október 2017, þegar enn eitt áfallið dynur á henni. Þann dag hóf Stephen Paddock skotárás úr herbergi sínu í Mandalay Bay hótelinu, 58 létu lífið af völdum Paddock og 851 særðust. Stefanía var stödd á herbergi sínu á Mandalay Bay hótelinu þegar henni bárust skilaboð um byssumann á hótelinu. „Ég er í „lockdown“ í sex til átta tíma um nóttina, ein inni á hótelherbergi og veit ekki hvort vitorðsmaður byssumannsins sé á hæðinni minni. Ég sit ein í myrkrinu og það var þá sem allt helltist yfir mig. Hvað myndu börnin mín gera ef ég fell frá, það var eins og allur styrkur hafi verið farinn úr mér“ sagði Stefanía.Þarf að leyfa fólki að vera mannlegt Stefanía hefur síðan unnið að því að finna jafnvægi að nýju, til þess hefur hún til dæmis hætt á samfélagsmiðlum. Hún lýsir því að það hafi verið erfitt að vera ekki lengur ofurkona. „Ég hef markvisst verið að leita inn á við til að geta tekist á við þetta, að vera ekki sú sem ég hélt ég væri eða hélt ég yrði. Allt sem ég hef unnið að, ég sé ekki fram á að ég nái því lengur. Mín sjálfsmynd brotnaði niður og ég hef þurft byggja hana upp á nýtt, í jafnvægi,“ sagði Stefanía. Stefanía segir að samfélagið þurfi að minnka kröfurnar sem það setur hvort á aðra, leyfa tilfinningar og að leyfa fólki að vera mannlegt. Einnig sagði hún mikilvægt að tala saman, þó að maður hafi ekki lausnina á reiðum höndum. „Við þurfum að tala, það þarf ekki að koma með ráð, við þurfum ekki að hafa lausn fyrir þá sem eru veikir, bara að hlusta. Þetta þarf ekkert að vera búið þó við lendum í veikindum. Ég upplifi það þegar ég greinist með vefjagigt, þá hugsa ég, ég ætla sko ekki að verða öryrki, núna stend ég þar og er það ekki allt í lagi, er það eitthvað verra, er ég verri manneskja af því að ég er í þessari stöðu? Næstu skref Stefaníu felast, að hennar sögn, í því að vinna að taugakerfinu, með jafnvægi. Hreyfa sig reglulega, knúsa börnin sín og taka hverjum degi eins og hann kemur. Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum háskóla Íslands og íslenskrar erfðagreiningar. Markmiðið er að varpa ljósi á heilsufar kvenna í kjölfar áfalla. Rúmlega þrjátíu þúsund konur hafa tekið þátt í rannsókninni og telja rannsakendur niðurstöðurnar því geta endurspeglað þjóðina. Niðurstöðurnar leiða í ljós að þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í námi eða starfi og um fimmtungur kvenna eru með merki um áfallastreituröskun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í dag og í pontu steig Stefanía Sigurðardóttir og sagði sögu sína. Eftir röð áfalla á stuttum tíma, missti hún allan styrk og hefur verið í veikindaleyfi vegna álags og kulnunar. Hún sagði heilann hafa svikið sig. Fréttastofa ræddi við Stefaníu eftir tölu hennar og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Læst inni á hótelherbergi í miðri skotárás Áfallasaga Stefaníu er löng og tóku áföllin að endingu allan styrk úr henni. Eftir ýmis áföll í barnæsku, kynferðislegt ofbeldi var hún komin á græna grein skömmu seinna fara áföll að dynja á henni að nýju. „Ég er komin á nokkuð græna grein þegar efnahagshrunið verður. Í kjölfarið veikist maðurinn minn, þáverandi, mjög illa og eftirköstin af því eru ákveðið áfall. Móðir mín veikist í kjölfarið sem ýfir upp allt þetta gamla úr minni æsku. Ég stend í skilnaði og skipti um vinnu og seinna er vinnan mín seld erlendu fyrirtæki, svo þetta var erfiður tími,“ segir Stefanía. Stefanía er svo stödd á ráðstefnu í bandarísku borginni Las Vegas, 1.október 2017, þegar enn eitt áfallið dynur á henni. Þann dag hóf Stephen Paddock skotárás úr herbergi sínu í Mandalay Bay hótelinu, 58 létu lífið af völdum Paddock og 851 særðust. Stefanía var stödd á herbergi sínu á Mandalay Bay hótelinu þegar henni bárust skilaboð um byssumann á hótelinu. „Ég er í „lockdown“ í sex til átta tíma um nóttina, ein inni á hótelherbergi og veit ekki hvort vitorðsmaður byssumannsins sé á hæðinni minni. Ég sit ein í myrkrinu og það var þá sem allt helltist yfir mig. Hvað myndu börnin mín gera ef ég fell frá, það var eins og allur styrkur hafi verið farinn úr mér“ sagði Stefanía.Þarf að leyfa fólki að vera mannlegt Stefanía hefur síðan unnið að því að finna jafnvægi að nýju, til þess hefur hún til dæmis hætt á samfélagsmiðlum. Hún lýsir því að það hafi verið erfitt að vera ekki lengur ofurkona. „Ég hef markvisst verið að leita inn á við til að geta tekist á við þetta, að vera ekki sú sem ég hélt ég væri eða hélt ég yrði. Allt sem ég hef unnið að, ég sé ekki fram á að ég nái því lengur. Mín sjálfsmynd brotnaði niður og ég hef þurft byggja hana upp á nýtt, í jafnvægi,“ sagði Stefanía. Stefanía segir að samfélagið þurfi að minnka kröfurnar sem það setur hvort á aðra, leyfa tilfinningar og að leyfa fólki að vera mannlegt. Einnig sagði hún mikilvægt að tala saman, þó að maður hafi ekki lausnina á reiðum höndum. „Við þurfum að tala, það þarf ekki að koma með ráð, við þurfum ekki að hafa lausn fyrir þá sem eru veikir, bara að hlusta. Þetta þarf ekkert að vera búið þó við lendum í veikindum. Ég upplifi það þegar ég greinist með vefjagigt, þá hugsa ég, ég ætla sko ekki að verða öryrki, núna stend ég þar og er það ekki allt í lagi, er það eitthvað verra, er ég verri manneskja af því að ég er í þessari stöðu? Næstu skref Stefaníu felast, að hennar sögn, í því að vinna að taugakerfinu, með jafnvægi. Hreyfa sig reglulega, knúsa börnin sín og taka hverjum degi eins og hann kemur.
Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira