Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:06 Tvö börn, ellefu og átján mánaða, hafa greinst með mislinga hér á landi síðustu daga. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30