Íslensk ferðaþjónusta á tímamótum Björn Ragnarsson skrifar 5. mars 2019 10:05 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun