Sendi mynd af fyrrverandi í kynlífsathöfn á fjölskylduna og nýjan kærasta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2019 08:00 Karlmaðurinn hótaði konunni að dreifa myndum af henni í kynlífsathöfn víðar. Getty Images Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Karlmaður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa brotið gegn blygðunarsemi og haft í hótunum og haft uppi stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins en breytti afstöðu sinni þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær. Í ákæru á hendur manninum kemur fram að karlmaðurinn hafi í lok febrúar árið 2016 í gegnum Messenger samskiptaforritið sent foreldrum og systrum eiginkonunnar fyrrverandi mynd af konunni í kynlífsathöfn. Myndinni fylgdu skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum af konunni yrði dreift að því er segir í ákæru. Karlinn hótaði að birta myndböndin á eigin Facebook-síðu eða senda þau víðar. Sama dag sendi karlmaðurinn unnusta konunnar sömu mynd af henni í kynlífsathöfn og skilaboð sem fólu í sér hótanir um að myndinni yrði dreift til fjölskyldu hans. „Með háttsemi sinni særði ákærðu blygðunarsemi [konunnar], mógðaði hana og smánaði auk þess sem hann olli hjá henni ótta um velferð sína,“ segir í ákæru. Brotin varða við 209. grein, 233. grein og 233. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá fór konan fram á eina milljón króna í miskabætur. Dómur verður upp kveðinn innan fjögurra vikna og líklega enn fyrr í ljósi þess að játning liggur fyrir. Reikna má með nokkurra mánaða fangelsisdómi sé horft til dóma í málum af svipuðum toga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira