Heiðarleiki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:00 Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum. Það ætti að vera nánast ómögulegt fyrir aðrar stofnanir að skáka bönkunum í óvinsældum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur samt tekist það. Í nýrri mælingu Gallups á trausti til stofnana kemur í ljós að traust almennings á Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur er enn minna en á bönkunum. Traust til Alþingis var að hífast upp, en þá fóru nokkrir fulltrúar þjóðarinnar á alræmt fyllirí. Þeir sitja enn á þingi, í óþökk þjóðarinnar. Nú er traust til Alþingis 18 prósent og í sömu könnun mælist minnst traust til borgarstjórnar eða 16 prósent. Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að algjör ringulreið ríkir í Ráðhúsinu og hún sér enga ástæðu til að treysta þeim fulltrúum sínum sem þar sitja. Klögumálin sem ganga á milli þessara fylkinga eru ekki sæmandi kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Þar ber minnihlutinn reyndar mun meiri sök en meirihlutinn, en burtséð frá því þá er ljóst að gríðarleg orka fer í argaþras þegar hún ætti að nýtast til uppbyggilegra starfa í þágu borgarbúa. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, á Alþingi og í Ráðhúsinu, eiga mikið verk fyrir höndum ætli þeir sér að endurheimta traust þjóðarinnar. Ekki er sjálfsagt að það takist. Það má samt koma auga á ljósglætu. Á sama tíma og þjóðin er enn eina ferðina að gefast upp á stjórnmálamönnum sínum var forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, yngsti kvenleiðtogi Evrópu, valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið sagði konurnar á listanum eiga það sameiginlegt að vilja og leitast við að gera heiminn betri – og það veitir svo sannarlega ekki af því. Landsmenn ættu að vera stoltir af Katrínu Jakobsdóttur, hvort sem þeir fylgja flokki hennar að málum eða ekki. Hún er heiðarleg og hreinskilin, hörkudugleg og með jarðsamband. Fyrir ekki ýkja mörgum árum áttu Íslendingar aðra konu sem gegndi starfi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og hafði einnig þessa eiginleika til að bera, en á sínum tíma setti Forbes hana á lista yfir valdamestu konur heims. Síst af öllu hafa Katrín og Jóhanna gert sig sekar um að skandalísera úti í bæ, eins og of margir stjórnmálamenn hafa á samviskunni, og yfirleitt komist upp með. Mjög var þjarmað að Jóhönnu á sínum tíma og Katrín fær sömuleiðis sínar skammir. Enginn stjórnmálamaður er hafinn yfir gagnrýni en það mega þessar tvær konur eiga að hvorug þeirra verður kennd við klækjastjórnmál. Það þarf fleiri þeirra líka í stjórnmálin. Það er nóg komið af stjórnmálamönnum sem stunda framapot af mikilli elju, telja ýmiss konar hrossakaup vera sjálfsagðan hluta af starfinu og hafa um leið stórar og miklar hugmyndir um eigið ágæti. Ef heiðarleiki væri ríkjandi afl í íslenskri pólitík væri traust til stjórnmálamanna mun meira en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum. Það ætti að vera nánast ómögulegt fyrir aðrar stofnanir að skáka bönkunum í óvinsældum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur samt tekist það. Í nýrri mælingu Gallups á trausti til stofnana kemur í ljós að traust almennings á Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur er enn minna en á bönkunum. Traust til Alþingis var að hífast upp, en þá fóru nokkrir fulltrúar þjóðarinnar á alræmt fyllirí. Þeir sitja enn á þingi, í óþökk þjóðarinnar. Nú er traust til Alþingis 18 prósent og í sömu könnun mælist minnst traust til borgarstjórnar eða 16 prósent. Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að algjör ringulreið ríkir í Ráðhúsinu og hún sér enga ástæðu til að treysta þeim fulltrúum sínum sem þar sitja. Klögumálin sem ganga á milli þessara fylkinga eru ekki sæmandi kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Þar ber minnihlutinn reyndar mun meiri sök en meirihlutinn, en burtséð frá því þá er ljóst að gríðarleg orka fer í argaþras þegar hún ætti að nýtast til uppbyggilegra starfa í þágu borgarbúa. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, á Alþingi og í Ráðhúsinu, eiga mikið verk fyrir höndum ætli þeir sér að endurheimta traust þjóðarinnar. Ekki er sjálfsagt að það takist. Það má samt koma auga á ljósglætu. Á sama tíma og þjóðin er enn eina ferðina að gefast upp á stjórnmálamönnum sínum var forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, yngsti kvenleiðtogi Evrópu, valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið sagði konurnar á listanum eiga það sameiginlegt að vilja og leitast við að gera heiminn betri – og það veitir svo sannarlega ekki af því. Landsmenn ættu að vera stoltir af Katrínu Jakobsdóttur, hvort sem þeir fylgja flokki hennar að málum eða ekki. Hún er heiðarleg og hreinskilin, hörkudugleg og með jarðsamband. Fyrir ekki ýkja mörgum árum áttu Íslendingar aðra konu sem gegndi starfi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og hafði einnig þessa eiginleika til að bera, en á sínum tíma setti Forbes hana á lista yfir valdamestu konur heims. Síst af öllu hafa Katrín og Jóhanna gert sig sekar um að skandalísera úti í bæ, eins og of margir stjórnmálamenn hafa á samviskunni, og yfirleitt komist upp með. Mjög var þjarmað að Jóhönnu á sínum tíma og Katrín fær sömuleiðis sínar skammir. Enginn stjórnmálamaður er hafinn yfir gagnrýni en það mega þessar tvær konur eiga að hvorug þeirra verður kennd við klækjastjórnmál. Það þarf fleiri þeirra líka í stjórnmálin. Það er nóg komið af stjórnmálamönnum sem stunda framapot af mikilli elju, telja ýmiss konar hrossakaup vera sjálfsagðan hluta af starfinu og hafa um leið stórar og miklar hugmyndir um eigið ágæti. Ef heiðarleiki væri ríkjandi afl í íslenskri pólitík væri traust til stjórnmálamanna mun meira en nú er.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar