Skoðun

Er það svo erfitt að tala við flóttafólk?

Toshiki Toma skrifar
Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið.

Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi.

Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm:

1. Ekki fleiri brottvísanir

2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina

3. Réttur til að vinna

4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu

5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú

Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki.

Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við.

,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“

Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu.

Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×