Ódýr matur – dýrkeypt blekking Ólafur Dýrmundsson skrifar 14. mars 2019 07:30 Vart er um það deilt að matur sé mannsins megin. Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim. Hér á landi er lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar nemur kostnaður við mat- og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og er maturinn ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn, og þar með starfsskilyrði bænda til að framleiða holl, hrein og örugg matvæli, með því að auka innflutning. Þar er einblínt á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni. Þeim upplýsingum er nú dreift í frumvarpsdrögum að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500-600 miljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í tengslum við þetta mat eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið stækka og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda. Það er m.a. heldur ekki traustvekjandi að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 í 5. Að mínum dómi er ódýr matur, afurð verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki tími til að skoða þessi mál betur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Vart er um það deilt að matur sé mannsins megin. Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim. Hér á landi er lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar nemur kostnaður við mat- og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og er maturinn ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn, og þar með starfsskilyrði bænda til að framleiða holl, hrein og örugg matvæli, með því að auka innflutning. Þar er einblínt á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni. Þeim upplýsingum er nú dreift í frumvarpsdrögum að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500-600 miljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í tengslum við þetta mat eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið stækka og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda. Það er m.a. heldur ekki traustvekjandi að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 í 5. Að mínum dómi er ódýr matur, afurð verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki tími til að skoða þessi mál betur?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun