Heldur að Katrín dingli áfram í forsætisráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2019 14:51 Össur metur það svo að VG muni láta bókstaflega allt yfir sig ganga til að hanga á völdum út kjörtímabilið. „Í þessari stöðu er óhjákvæmilegt að vantraust komi fram ef eitthvað blóð er eftir í stjórnarandstöðunni - sem oft má þó efast um. Út úr vantraustinu mun VG koma þrútið af lamstri veðra, með slitna brynju og sundrað sverð og líklega töluverð syndagjöld. Ríkisstjórnin mun samt lifa. Katrín mun dingla áfram sem forsætisráðherra. - Úr því sem komið er skiptir ekkert annað máli í huga VG,“ segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. Dómskerfið lamað Össur rýnir í hina pólitíska stöðu eftir að dómur MDE var birtur; áfellisdómur um skipan Sigríðar Á. Andersen í dómarastóla í Landsrétti í trássi við upplegg hæfisnefndar. Meirihluti dómsins telur að skipan dómara í Landsrétt hafi verið af mörgum sökum skýlaust brot („flagrant breach“) á landslögum, alvarlegt mannréttindabrot sem varðar grunngerð réttarríkisins. Alþingi fær sinn skerf af harðri gagnrýni. Pólitískar afleiðingar hljóta að vera nokkrar. Eða hvað?Sjá hér allt um atburði dagsins og viðbrögð í tengslum við dóm MDE á Vísisvaktinni. Þær Svandís Svavarsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Katrín Jakobsdóttir eru í dag saman í ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.vísir Fáir ef nokkrir eru eins læsir á innyflafræði íslenskra stjórnmála og Össur sem hefur marga hildina háð sjálfur á þeim vettvangi. Össur bendir á að Landsréttur sé í algjöru uppnámi og dómskerfið lamað. Það speglist í viðbrögðum grandvars og varfærins formanns Dómarafélagsins, Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Hún segir að niðurstaðan sé „áfall“ fyrir Ísland. Össur segir að áfallið eigi kannski ekki að koma á óvart; Tvisvar áður hafði Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að við málsmeðferð við skipan dómaranna hafi dómsmálaráðherrann brotið stjórnsýslureglur. Katrín upplifir ranghverfuna á eigin orðum „Í flestum löndum myndi þetta líklega leiða til tafarlausrar afsagnar ráðherrans. Ísland er hins vegar öðru vísi land. Dómsmálaráðherra er auk þess „fighter“ dauðans, með gamaldags hugmyndir um ráðherraræði, og slíkur nagli að hún mun aldrei segja af sér nema fyrst rigni eldi og brennisteini úr bæði Valhöll og Stjórnarráðinu. Ég tel engar líkur á því. Sjálfstæðisflokkurinn frá grasrót og upp í eyru mun standa með henni fram í rauðan dauðann. Framsókn mun síga út á hliðarlínur og finna laufblöð til að fela sig undir. Eina spurningin sem skiptir máli fyrir afleiðingar dómsins á stjórnmál Íslands er þessi: Hvernig munu Katrín Jakobsdóttir og VG bregðast við þessari stöðu?“ spyr Össur í pistli sem hann birtir á Facebooksíðu sinni. Og hann heldur áfram, eins og seiðkarl til forna að rýna í innyflin. Og svört er framtíðarsýnin. Hin fleygu orð Drífu Snædal, í tengslum við stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokks, um að það sé eins og að éta skít að ganga í eina sæng með íhaldinu, eru sem áhrínisorð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir fagnaði árs afmæli stuttu fyrir jól. Ekki er víst að það verði eins glatt á hjalla þegar litið er til komandi tíðar.Fréttablaðið/Anton Brink „Katrín sagði sjálf þegar hún lagði upp sem forsætisráðherra að hún myndi beita sér fyrir nýsköpun í stjórnmálum. Í dag er hún að upplifa ranghverfuna af sínum eigin orðum. Ætli hún að lifa af á hún þann grænstan að hörfa inn í samtryggingu liðins tíma, þar sem samstarfsflokkar í ríkisstjórn láta allt yfir sig ganga til að halda völdum. Nægir að benda til málsvarnar Svavars Gestssonar [faðir Svandísar Svavarsdóttur], gamals byltingarsinna, sem ver með kjafti og klóm hér á facebook allt sem úrskeiðis fer hjá VG. Þó mætti ætla að innviðir flokks með sögu VG myndu ekki þola að verja stöðu sem þessa.“ Beiskur kaleikur sem VG mun súpa í botn En, róttæka baklandið er löngu farið, segir Össur. Og að kalt mat er að VG sé löngu búið að gera upp við sig að flokkurinn er reiðubúinn að kosta til hverju sem þarf svo ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið, og Katrín fjögur ár sem forsætisráðherra. „Það, og forsetadæmi Steingríms, var það sem réði að VG ákvað að mynda hægri-miðju stjórn og hafnaði stjórn til vinstri. Dýrkeypt verður þó líklega fyrir arftaka hins prinsipfasta Sósíalistaflokks Íslands að ganga nú öðru sinni undir höggið til að verja Sigríði Andersen og Sjálfstæðisflokkinn gagnvart vantrausti. Í þetta sinn verður það þeim mun erfiðara að núna stendur VG andspænis mjög harðorðri gagnrýni Mannréttindadómstóls Evrópu á ráðherrann. Þann beiska kaleik verður þó VG að drekka í botn ef ríkisstjórnin á að lifa,“ segir Össur og sér fram á harða tíð fyrir VG-liða. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. 12. mars 2019 11:43 Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Í þessari stöðu er óhjákvæmilegt að vantraust komi fram ef eitthvað blóð er eftir í stjórnarandstöðunni - sem oft má þó efast um. Út úr vantraustinu mun VG koma þrútið af lamstri veðra, með slitna brynju og sundrað sverð og líklega töluverð syndagjöld. Ríkisstjórnin mun samt lifa. Katrín mun dingla áfram sem forsætisráðherra. - Úr því sem komið er skiptir ekkert annað máli í huga VG,“ segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. Dómskerfið lamað Össur rýnir í hina pólitíska stöðu eftir að dómur MDE var birtur; áfellisdómur um skipan Sigríðar Á. Andersen í dómarastóla í Landsrétti í trássi við upplegg hæfisnefndar. Meirihluti dómsins telur að skipan dómara í Landsrétt hafi verið af mörgum sökum skýlaust brot („flagrant breach“) á landslögum, alvarlegt mannréttindabrot sem varðar grunngerð réttarríkisins. Alþingi fær sinn skerf af harðri gagnrýni. Pólitískar afleiðingar hljóta að vera nokkrar. Eða hvað?Sjá hér allt um atburði dagsins og viðbrögð í tengslum við dóm MDE á Vísisvaktinni. Þær Svandís Svavarsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Katrín Jakobsdóttir eru í dag saman í ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.vísir Fáir ef nokkrir eru eins læsir á innyflafræði íslenskra stjórnmála og Össur sem hefur marga hildina háð sjálfur á þeim vettvangi. Össur bendir á að Landsréttur sé í algjöru uppnámi og dómskerfið lamað. Það speglist í viðbrögðum grandvars og varfærins formanns Dómarafélagsins, Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Hún segir að niðurstaðan sé „áfall“ fyrir Ísland. Össur segir að áfallið eigi kannski ekki að koma á óvart; Tvisvar áður hafði Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að við málsmeðferð við skipan dómaranna hafi dómsmálaráðherrann brotið stjórnsýslureglur. Katrín upplifir ranghverfuna á eigin orðum „Í flestum löndum myndi þetta líklega leiða til tafarlausrar afsagnar ráðherrans. Ísland er hins vegar öðru vísi land. Dómsmálaráðherra er auk þess „fighter“ dauðans, með gamaldags hugmyndir um ráðherraræði, og slíkur nagli að hún mun aldrei segja af sér nema fyrst rigni eldi og brennisteini úr bæði Valhöll og Stjórnarráðinu. Ég tel engar líkur á því. Sjálfstæðisflokkurinn frá grasrót og upp í eyru mun standa með henni fram í rauðan dauðann. Framsókn mun síga út á hliðarlínur og finna laufblöð til að fela sig undir. Eina spurningin sem skiptir máli fyrir afleiðingar dómsins á stjórnmál Íslands er þessi: Hvernig munu Katrín Jakobsdóttir og VG bregðast við þessari stöðu?“ spyr Össur í pistli sem hann birtir á Facebooksíðu sinni. Og hann heldur áfram, eins og seiðkarl til forna að rýna í innyflin. Og svört er framtíðarsýnin. Hin fleygu orð Drífu Snædal, í tengslum við stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokks, um að það sé eins og að éta skít að ganga í eina sæng með íhaldinu, eru sem áhrínisorð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir fagnaði árs afmæli stuttu fyrir jól. Ekki er víst að það verði eins glatt á hjalla þegar litið er til komandi tíðar.Fréttablaðið/Anton Brink „Katrín sagði sjálf þegar hún lagði upp sem forsætisráðherra að hún myndi beita sér fyrir nýsköpun í stjórnmálum. Í dag er hún að upplifa ranghverfuna af sínum eigin orðum. Ætli hún að lifa af á hún þann grænstan að hörfa inn í samtryggingu liðins tíma, þar sem samstarfsflokkar í ríkisstjórn láta allt yfir sig ganga til að halda völdum. Nægir að benda til málsvarnar Svavars Gestssonar [faðir Svandísar Svavarsdóttur], gamals byltingarsinna, sem ver með kjafti og klóm hér á facebook allt sem úrskeiðis fer hjá VG. Þó mætti ætla að innviðir flokks með sögu VG myndu ekki þola að verja stöðu sem þessa.“ Beiskur kaleikur sem VG mun súpa í botn En, róttæka baklandið er löngu farið, segir Össur. Og að kalt mat er að VG sé löngu búið að gera upp við sig að flokkurinn er reiðubúinn að kosta til hverju sem þarf svo ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið, og Katrín fjögur ár sem forsætisráðherra. „Það, og forsetadæmi Steingríms, var það sem réði að VG ákvað að mynda hægri-miðju stjórn og hafnaði stjórn til vinstri. Dýrkeypt verður þó líklega fyrir arftaka hins prinsipfasta Sósíalistaflokks Íslands að ganga nú öðru sinni undir höggið til að verja Sigríði Andersen og Sjálfstæðisflokkinn gagnvart vantrausti. Í þetta sinn verður það þeim mun erfiðara að núna stendur VG andspænis mjög harðorðri gagnrýni Mannréttindadómstóls Evrópu á ráðherrann. Þann beiska kaleik verður þó VG að drekka í botn ef ríkisstjórnin á að lifa,“ segir Össur og sér fram á harða tíð fyrir VG-liða.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. 12. mars 2019 11:43 Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. 12. mars 2019 11:43
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04