Bíða dóms fyrir gróf brot gegn börnum sínum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2019 07:00 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum. Fréttablaðið/Anton Brink Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum. Verði þau fundin sek mega þau eiga von á nokkurra ára fangelsisdómi en samkvæmt dómaframkvæmdinni hafa fangelsisdómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum í nánu sambandi verið á bilinu þrjú til sex ár. Saksóknari vísaði til þess við lok málflutnings í síðustu viku að í málinu stæðu sérstök rök til refsiþyngingar, til að mynda samverknaður beggja ákærðu í brotunum og ungur aldur þolendanna. Við þingfestingu málsins í nóvember síðastliðnum játuðu hjónin hluta brotanna sem þeim eru gefin að sök en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau eru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Börnin krefjast samtals 8,5 milljóna í skaðabætur. Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum. Verði þau fundin sek mega þau eiga von á nokkurra ára fangelsisdómi en samkvæmt dómaframkvæmdinni hafa fangelsisdómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum í nánu sambandi verið á bilinu þrjú til sex ár. Saksóknari vísaði til þess við lok málflutnings í síðustu viku að í málinu stæðu sérstök rök til refsiþyngingar, til að mynda samverknaður beggja ákærðu í brotunum og ungur aldur þolendanna. Við þingfestingu málsins í nóvember síðastliðnum játuðu hjónin hluta brotanna sem þeim eru gefin að sök en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau eru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Börnin krefjast samtals 8,5 milljóna í skaðabætur.
Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira