Fánar í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna Heimsljós kynnir 11. mars 2019 13:00 Frá upphafi ráðherrafundar UNEP í morgun. Joyce Msuya/UNEP Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum. Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi. Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent
Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum. Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi. Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent