Óttast fleiri uppsagnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Höfuðstöðvar WOW air. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) óttast að fleiri störf muni tapast á komandi mánuðum. Forstjóri Vinnumálastofnunar (VMST) býst við gífurlegu álagi á stofnunina næstu vikur vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Um 1.100 manns misstu vinnuna í gær þegar WOW air fór veg allrar veraldar. Áhrifa af þroti flugfélagsins gætti strax á mörkuðum og brá Seðlabankinn á það ráð að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til að sporna við veikingu krónunnar. Áhrifa gætti ekki aðeins þar. Kynnisferðir tilkynntu í gær að fyrirtækið hefði sagt upp 59 starfsmönnum en þar hafa starfað um 400 manns undanfarið. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins kemur fram að aðalástæðan fyrir uppsögnunum sé sú að WOW air hafi lagt upp laupana. Einnig hafi spilað inn í að brátt sjái fyrirtækið ekki lengur um áhafnaakstur Icelandair. „Við vitum að fyrirtæki í þessum geira hafa verið í hagræðingarfasa undanfarið og svo sem verið viðbúið að einhverjir þurfi að segja upp,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Launakostnaður sé einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna og fyrirséð að verkefnastaða verði verri en undanfarin ár. Því liggi þetta beinast við. Því telur hann líklegt að fleiri fyrirtæki muni bætast við á næstunni. „Miðað við að það voru 1.100 sem misstu vinnuna í gær þá held ég að það sé ekki óvarlegt að áætla að alls verði það á bilinu 1.500 til 2.000 manns sem missi vinnuna áður en sumarið er liðið. Það er þó erfitt að segja til um það með vissu,“ segir Jóhannes. Í kjölfar fregna af þroti WOW air voru símar VMST rauðglóandi. Sé heimasíða stofnunarinnar opnuð blasir við orðsending til fyrrverandi starfsfólks þar sem því er leiðbeint um næstu skref. Þá verður stofnunin með opið á morgun í höfuðstöðvum sínum sem og í Reykjanesbæ til að veita starfsfólki liðsinni. „Það er mjög mikilvægt að fólk skili inn umsókn um atvinnuleysisbætur sem fyrst,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri VMST. Hún segir að aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Fyrstu þrjá mánuðina á fólk rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem nema 70 prósentum af heildarlaunum, þó að hámarki 441 þúsund krónum á mánuði. Eftir það taka grunnatvinnuleysisbætur við en þær eru tæpar 280 þúsund krónur miðað við fullan bótarétt. Þá er viðbúið að greiða þurfi úr ábyrgðarsjóði launa en hámarksábyrgð þaðan er 633 þúsund á mánuði. Sjóðurinn tryggir einnig hluta séreignarsparnaðar en sagt var frá því á dögunum að WOW air hefði ekki staðið skil á mótframlagi atvinnurekanda í séreignarsjóð. Aðspurð hvort VMST muni þurfa að bæta starfsfólki við tímabundið til að ná að sinna umsóknum í sjóðinn segist Unnur allt eins eiga von á því. „Við höfum að auki miklar áhyggjur af afleiddu störfunum. Fyrirtæki hafa teiknað upp hinar ýmsu sviðsmyndir og það er viðbúið að þau hafi snör handtök þegar það versta gerist,“ segir Unnur.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í vetrarveðrinu í gærVísir/VilhelmIcelandair réttir hjálparhönd Icelandair virkjaði í gær viðbragðsáætlun eftir að tilkynnt var að WOW air hefði hætt starfsemi og öllu flugi félagsins var aflýst. Var þá ljóst að þúsundir farþega og starfsmanna væru strandaglópar. Félagið ákvað að bjóða sérstök afsláttarfargjöld á almennu farrými til og frá ákveðnum áfanga stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Kjörin sem Icelandair býður eru þannig að fast gjald til eða frá Evrópu er 60 Bandaríkjadalir aðra leiðina með tösku og 100 Bandaríkjadalir til eða frá Bandaríkjunum, fyrir utan skatta og gjöld. Fargjöld þessi standa til boða næstu tvær vikurnar fyrir farþega sem áttu bókað með WOW frá 28. mars til 11. apríl. Þá ákvað Icelandair einnig að aðstoða áhafnir WOW air sem voru að störfum erlendis til að komast til síns heima, þeim að kostnaðarlausu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði í bréfi til starfsmanna félagsins að verkefnið fæli í sér töluverða áskorun. „Í ljósi stöðunnar mun nú reyna mikið á okkur og það má búast við álagi á alla starfsmenn í dag og næstu daga,“ skrifaði Bogi Nils. „Það er áskorun að takast á við þetta verkefni þar sem páskarnir eru fram undan og því eru flestar vélar þétt bókaðar á okkar helstu flugleiðum.“ Þá hefur Icelandair gefið út að verð á flugmiðum miðist við eftirspurn og síðustu daga og vikur hafi verið mikil ásókn í flug. Afsláttarfargjöldin sem bjóðast nú farþegum WOW auki þá eftirspurn enn frekar. Hlutabréf Icelandair hafa sveiflast mikið í takt við fréttir af WOW air. Þegar aðalmarkaði Kauphallarinnar var lokað í gær hafði verð hlutabréfa Icelandair hækkað um tæp fimmtán prósent í 326 milljóna króna viðskiptumSveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmTvöfalt lengri kröfulýsingarfrestur en venjulegt er Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air verður fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var þetta ákveðið af skiptastjórum búsins meðal annars með vísan til þess að félagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grund. Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir til að stýra slitunum. Búið var tekið til þrotaskipta með úrskurði héraðsdóms klukkan 13.30 og klukkutíma síðar voru skiptastjórarnir mættir í höfuðstöðvar félagsins. „Þetta var mjög sérstakt andrúmsloft að koma inn í. Fólk var algjörlega örmagna og hafði vakað í marga sólarhringa. Það mætti skilningi hjá okkur að menn voru misjafnlega vel upplagðir til að svara spurningum okkar en okkur var vel tekið og við fengum upplýsingar fljótt og vel,“ segir Sveinn Andri. Næstu skref eru að sinna bráðaaðgerðum enda mánaðamót og ýmislegt sem þarf að gera. Skiptastjórar gera ráð fyrir að mæta aftur á skrifstofur WOW snemma í dag og funda með lykilstarfsfólki. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Fall WOW air katastrófa fyrir Airport Associates Samningar voru að ganga saman í nótt þegar fregnir af kyrrsetningu véla Wow air bárust. 28. mars 2019 11:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) óttast að fleiri störf muni tapast á komandi mánuðum. Forstjóri Vinnumálastofnunar (VMST) býst við gífurlegu álagi á stofnunina næstu vikur vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Um 1.100 manns misstu vinnuna í gær þegar WOW air fór veg allrar veraldar. Áhrifa af þroti flugfélagsins gætti strax á mörkuðum og brá Seðlabankinn á það ráð að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til að sporna við veikingu krónunnar. Áhrifa gætti ekki aðeins þar. Kynnisferðir tilkynntu í gær að fyrirtækið hefði sagt upp 59 starfsmönnum en þar hafa starfað um 400 manns undanfarið. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins kemur fram að aðalástæðan fyrir uppsögnunum sé sú að WOW air hafi lagt upp laupana. Einnig hafi spilað inn í að brátt sjái fyrirtækið ekki lengur um áhafnaakstur Icelandair. „Við vitum að fyrirtæki í þessum geira hafa verið í hagræðingarfasa undanfarið og svo sem verið viðbúið að einhverjir þurfi að segja upp,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Launakostnaður sé einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna og fyrirséð að verkefnastaða verði verri en undanfarin ár. Því liggi þetta beinast við. Því telur hann líklegt að fleiri fyrirtæki muni bætast við á næstunni. „Miðað við að það voru 1.100 sem misstu vinnuna í gær þá held ég að það sé ekki óvarlegt að áætla að alls verði það á bilinu 1.500 til 2.000 manns sem missi vinnuna áður en sumarið er liðið. Það er þó erfitt að segja til um það með vissu,“ segir Jóhannes. Í kjölfar fregna af þroti WOW air voru símar VMST rauðglóandi. Sé heimasíða stofnunarinnar opnuð blasir við orðsending til fyrrverandi starfsfólks þar sem því er leiðbeint um næstu skref. Þá verður stofnunin með opið á morgun í höfuðstöðvum sínum sem og í Reykjanesbæ til að veita starfsfólki liðsinni. „Það er mjög mikilvægt að fólk skili inn umsókn um atvinnuleysisbætur sem fyrst,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri VMST. Hún segir að aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Fyrstu þrjá mánuðina á fólk rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem nema 70 prósentum af heildarlaunum, þó að hámarki 441 þúsund krónum á mánuði. Eftir það taka grunnatvinnuleysisbætur við en þær eru tæpar 280 þúsund krónur miðað við fullan bótarétt. Þá er viðbúið að greiða þurfi úr ábyrgðarsjóði launa en hámarksábyrgð þaðan er 633 þúsund á mánuði. Sjóðurinn tryggir einnig hluta séreignarsparnaðar en sagt var frá því á dögunum að WOW air hefði ekki staðið skil á mótframlagi atvinnurekanda í séreignarsjóð. Aðspurð hvort VMST muni þurfa að bæta starfsfólki við tímabundið til að ná að sinna umsóknum í sjóðinn segist Unnur allt eins eiga von á því. „Við höfum að auki miklar áhyggjur af afleiddu störfunum. Fyrirtæki hafa teiknað upp hinar ýmsu sviðsmyndir og það er viðbúið að þau hafi snör handtök þegar það versta gerist,“ segir Unnur.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í vetrarveðrinu í gærVísir/VilhelmIcelandair réttir hjálparhönd Icelandair virkjaði í gær viðbragðsáætlun eftir að tilkynnt var að WOW air hefði hætt starfsemi og öllu flugi félagsins var aflýst. Var þá ljóst að þúsundir farþega og starfsmanna væru strandaglópar. Félagið ákvað að bjóða sérstök afsláttarfargjöld á almennu farrými til og frá ákveðnum áfanga stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Kjörin sem Icelandair býður eru þannig að fast gjald til eða frá Evrópu er 60 Bandaríkjadalir aðra leiðina með tösku og 100 Bandaríkjadalir til eða frá Bandaríkjunum, fyrir utan skatta og gjöld. Fargjöld þessi standa til boða næstu tvær vikurnar fyrir farþega sem áttu bókað með WOW frá 28. mars til 11. apríl. Þá ákvað Icelandair einnig að aðstoða áhafnir WOW air sem voru að störfum erlendis til að komast til síns heima, þeim að kostnaðarlausu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði í bréfi til starfsmanna félagsins að verkefnið fæli í sér töluverða áskorun. „Í ljósi stöðunnar mun nú reyna mikið á okkur og það má búast við álagi á alla starfsmenn í dag og næstu daga,“ skrifaði Bogi Nils. „Það er áskorun að takast á við þetta verkefni þar sem páskarnir eru fram undan og því eru flestar vélar þétt bókaðar á okkar helstu flugleiðum.“ Þá hefur Icelandair gefið út að verð á flugmiðum miðist við eftirspurn og síðustu daga og vikur hafi verið mikil ásókn í flug. Afsláttarfargjöldin sem bjóðast nú farþegum WOW auki þá eftirspurn enn frekar. Hlutabréf Icelandair hafa sveiflast mikið í takt við fréttir af WOW air. Þegar aðalmarkaði Kauphallarinnar var lokað í gær hafði verð hlutabréfa Icelandair hækkað um tæp fimmtán prósent í 326 milljóna króna viðskiptumSveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmTvöfalt lengri kröfulýsingarfrestur en venjulegt er Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air verður fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var þetta ákveðið af skiptastjórum búsins meðal annars með vísan til þess að félagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grund. Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir til að stýra slitunum. Búið var tekið til þrotaskipta með úrskurði héraðsdóms klukkan 13.30 og klukkutíma síðar voru skiptastjórarnir mættir í höfuðstöðvar félagsins. „Þetta var mjög sérstakt andrúmsloft að koma inn í. Fólk var algjörlega örmagna og hafði vakað í marga sólarhringa. Það mætti skilningi hjá okkur að menn voru misjafnlega vel upplagðir til að svara spurningum okkar en okkur var vel tekið og við fengum upplýsingar fljótt og vel,“ segir Sveinn Andri. Næstu skref eru að sinna bráðaaðgerðum enda mánaðamót og ýmislegt sem þarf að gera. Skiptastjórar gera ráð fyrir að mæta aftur á skrifstofur WOW snemma í dag og funda með lykilstarfsfólki.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Fall WOW air katastrófa fyrir Airport Associates Samningar voru að ganga saman í nótt þegar fregnir af kyrrsetningu véla Wow air bárust. 28. mars 2019 11:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Fall WOW air katastrófa fyrir Airport Associates Samningar voru að ganga saman í nótt þegar fregnir af kyrrsetningu véla Wow air bárust. 28. mars 2019 11:26