Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2019 20:00 Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. Ríkissjóður þurfi engu að síður að endurskoða tekjuáætlanir sínar sem og gjöld, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis. Framtíð ferðaþjónustunnar sé hins vegar björt. Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra segir stjórvöld hafa fylgst náið með erfiðleikum WOW air og auðvitað vonað að félagið kæmist í gegnum storminn. „Þannig að það eru auðvitað vonbrigði að svo hafi farið sem farið. Hugur okkar er auðvitað fyrst og fremst hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu. Starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins. Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau,” sagði Katrín. WOW ámálgaði ríkisábyrgð á lán Forsætisráðherra staðfestir að WOW hafi ámálgað í bréfi mögulega ríkisábyrgð á lán áður en félagið fór í seinni viðræður sínar við Icelandair um síðustu helgi. Sú ósk hafi aldrei formlega komið til umræðu því viðræðum WOW og Icelandair hafi lokið án árangurs og WOW aldrei sett fram formlega beiðni um ríkisábyrgð. Það sé vissulega skaði að ekki séu lengur tvö íslensk flugfélög í samkeppni til staðar. „Það er mikill áhugi á Íslandi þannig að ég held að við verðum að horfa til framtíðar. Hvernig við getum haldið áfram að byggja hér upp ferðaþjónustuna. Þar eru mikil tækifæri. Síðan er það svo að þetta er áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hefur hins vegar sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíkar áskoranir,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók undir þetta. „Efnahagslega mun þetta hafa einhver áhrif. Þó ekki eins mikil og menn héldu upphaflega þegar við vorum að ræða þessi mál hér á síðasta ári. En við þurfum bara að leggjast nákvæmlega yfir hver þau verða,” sagði Bjarni. Leiðir til aukins atvinnuleysis Ríkissjóður verði af einhverjum tekjum vegna gjaldþrotsins en hann og allt efnahagslífið hafi notið góðs af starfsemi WOW á undanförnum árum. „Það dregur eitthvað úr þvíí, það er ekki beint mikið áfall. Hins vegar munu til dæmis margir lenda á atvinnuleysisskrá vænti ég til skamms tíma. Ríkissjóður kann að þurfa að gera ráðstafanir. Það er rétt hjá þér að það er ekki víst að tekjuáætlun okkar geti staðið óbreytt. Við gætum þurft að endurskoða hana og mér finnst það mjög líklegt. Eitthvað gerist á gjaldahliðinni,” sagði Bjarni. Stjórnvöld virkjuðu viðbragðsáætlun sína í morgun sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur umsjón með.Í hverju felst sú viðbragðsáætlun í megindráttum?„Hún felst auðvitað í því að hjálpa til við að tryggja að önnur flugfélög, sérstaklega Icelandair sem hefur nú þegar boðið björgunarfargjöld sem og EasyJet og fleiri flugfélög í kjölfarið munu takast á við þennan vanda,” sagði Sigurður Ingi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir það geta tekið þrjá fjóra daga að koma fólki heim til Íslands. Á þessum tímapunkti sé hugurinn hjá rúmlega þúsund starfsmönnum sem staðið hafi í ströngu og missi nú vinnuna. „Mér finnst þetta líka vera dagur þar sem við eigum líka að hugsa til þess hvað þetta flugfélag hefur gert fyrir íslenska ferðaþjónustu. Flugvöllinn í Keflavík. Hverju þetta hefur skilað okkur og allt þetta starfsfólk sem þarna hefur unnið,” sagði Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Fréttir af flugi Ríkisstjórn WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. Ríkissjóður þurfi engu að síður að endurskoða tekjuáætlanir sínar sem og gjöld, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis. Framtíð ferðaþjónustunnar sé hins vegar björt. Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra segir stjórvöld hafa fylgst náið með erfiðleikum WOW air og auðvitað vonað að félagið kæmist í gegnum storminn. „Þannig að það eru auðvitað vonbrigði að svo hafi farið sem farið. Hugur okkar er auðvitað fyrst og fremst hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu. Starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins. Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau,” sagði Katrín. WOW ámálgaði ríkisábyrgð á lán Forsætisráðherra staðfestir að WOW hafi ámálgað í bréfi mögulega ríkisábyrgð á lán áður en félagið fór í seinni viðræður sínar við Icelandair um síðustu helgi. Sú ósk hafi aldrei formlega komið til umræðu því viðræðum WOW og Icelandair hafi lokið án árangurs og WOW aldrei sett fram formlega beiðni um ríkisábyrgð. Það sé vissulega skaði að ekki séu lengur tvö íslensk flugfélög í samkeppni til staðar. „Það er mikill áhugi á Íslandi þannig að ég held að við verðum að horfa til framtíðar. Hvernig við getum haldið áfram að byggja hér upp ferðaþjónustuna. Þar eru mikil tækifæri. Síðan er það svo að þetta er áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hefur hins vegar sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíkar áskoranir,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók undir þetta. „Efnahagslega mun þetta hafa einhver áhrif. Þó ekki eins mikil og menn héldu upphaflega þegar við vorum að ræða þessi mál hér á síðasta ári. En við þurfum bara að leggjast nákvæmlega yfir hver þau verða,” sagði Bjarni. Leiðir til aukins atvinnuleysis Ríkissjóður verði af einhverjum tekjum vegna gjaldþrotsins en hann og allt efnahagslífið hafi notið góðs af starfsemi WOW á undanförnum árum. „Það dregur eitthvað úr þvíí, það er ekki beint mikið áfall. Hins vegar munu til dæmis margir lenda á atvinnuleysisskrá vænti ég til skamms tíma. Ríkissjóður kann að þurfa að gera ráðstafanir. Það er rétt hjá þér að það er ekki víst að tekjuáætlun okkar geti staðið óbreytt. Við gætum þurft að endurskoða hana og mér finnst það mjög líklegt. Eitthvað gerist á gjaldahliðinni,” sagði Bjarni. Stjórnvöld virkjuðu viðbragðsáætlun sína í morgun sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur umsjón með.Í hverju felst sú viðbragðsáætlun í megindráttum?„Hún felst auðvitað í því að hjálpa til við að tryggja að önnur flugfélög, sérstaklega Icelandair sem hefur nú þegar boðið björgunarfargjöld sem og EasyJet og fleiri flugfélög í kjölfarið munu takast á við þennan vanda,” sagði Sigurður Ingi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir það geta tekið þrjá fjóra daga að koma fólki heim til Íslands. Á þessum tímapunkti sé hugurinn hjá rúmlega þúsund starfsmönnum sem staðið hafi í ströngu og missi nú vinnuna. „Mér finnst þetta líka vera dagur þar sem við eigum líka að hugsa til þess hvað þetta flugfélag hefur gert fyrir íslenska ferðaþjónustu. Flugvöllinn í Keflavík. Hverju þetta hefur skilað okkur og allt þetta starfsfólk sem þarna hefur unnið,” sagði Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Fréttir af flugi Ríkisstjórn WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28
Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51