Brútal löggur láta lögin ekki trufla sig Sena kynnir 26. mars 2019 14:00 Löggutvíeykið Brett Ridgeman (Mel Gibson) og Anthony Lurasetti (Vince Vaughn), vílar ekki fyrir sér að brjóta lögin eftir að hafa málað sig út í horn í vinnunni. Þegar tvær ofur kappsamar löggur eru reknar úr vinnunni þurfa þær að snúa sér að undirheimunum til að rétta sinn hlut. Dragged across concrete verður frumsýnd föstudaginn 29. Mars.Löggutvíeykið Brett Ridgeman, leikinn af Mel Gibson og Anthony Lurasetti, sem leikinn er af Vince Vaughn, eltist alla daga við óþjóðalýð á götum amerískrar stórborgar. Í æsilegri aðgerð gegn eiturlyfjaglæponum gengur Ridgeman of langt og traðkar á höfði eins þeirra grunuðu. Fantagangurinn næst á myndband og yfirmaður þeirra félaga, sem leikinn er af Don Johnson, rekur þá báða í sex mánaða launalaust leyfi til að róa fjölmiðla. Þar með eru Ridgeman og Lurasetti í vondum málum. Þá vantar fé og ákveða að nýta sér tengsl inn í undirheimana til að redda sér þar til þeim verður hleypt aftur til starfa. Sú ákvörðun reynist afdrifarík.Með önnur hlutverk fara Tory Killes, Michael Jai White, Jennifer Carpenter, Laurie Holden, Fred Melamed og Thomas Kretschmann. Myndinni leikstýrir S. Craig Zahler og er hann einnig handritshöfundur myndarinnar. Zahler er þekktastur fyrir myndina Bone Tomahawk, sem kom út árið 2015 en sú mynd hlaut tilnefningu Independent Spirit Award fyrir besta handritið og besta leikara í aðalhlutverki.Brett Ridgeman kemur sér og félaga sínum í stórkostleg vandræði þegar fantaskapur hans næst á myndband.Dragged across concrete er þriðja mynd Zahlers og segist hann hafa horft til spennuþrunginna glæpamynda með dramatísku ívafi, eins og Prince of the city, Taxi Driver og The sweet smell of success þegar hann setti saman söguþráðinn. „Ég hef mikinn áhuga á flóknum persónuleikum og söguþræði sem tekur óvænta stefnu. Söguhetjur mínar lenda iðulega í hættulegum aðstæðum og standa frammi fyrir áskorunum sem þær leysa gjarnan úr á óvæntan hátt. Dragged across concrete er þar engin undantekning. Ridgeman og Lurasetti eru ekki siðlausir skíthælar en svo sannarlega ekki saklaus göfugmenni heldur. Þeir eru mannlegir. Þeir gera góða hluti en líka margt vafasamt.“Don Johnson fer með hlutverk yfirmanns þeirra félaga.Dragged across concrete fær góða dóma ef marka má Entertainment Weekly og Deadline Hollywood Daily. „Það er auðvitað að klisja að segja að „bíó hafi verið betra í gamla daga,“ og sem betur fer gerir Zahler allt sem í hans valdi stendur til að afsanna þá klisju. Myndin er gróf og gegnsýrð af nikótíni og drápum, í anda áttunda áratugarins."Chris Nashawaty – Entertainment Weekly„Mel Gibson og Vince Vaughn eru frábærir í þessu brútal en magnaða glæpadrama. Enn einn sigur hjá handritshöfundinum og leikstjóranum S. Craig Zahler." Pete Hammond Deadline Hollywood DailyJennifer Carpenter fer með hlutverk Kelly Summer sem flækist illilega inn í atburðarrásina á fyrsta vinnudegi hennar eftir fæðingarorlof.Myndin er frumsýnd föstudaginn 29. mars í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Hún er bönnuð innan 16 ára.Kaupa miðaÞessi kynning er unnin í samstarfi við Senu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Sjá meira
Þegar tvær ofur kappsamar löggur eru reknar úr vinnunni þurfa þær að snúa sér að undirheimunum til að rétta sinn hlut. Dragged across concrete verður frumsýnd föstudaginn 29. Mars.Löggutvíeykið Brett Ridgeman, leikinn af Mel Gibson og Anthony Lurasetti, sem leikinn er af Vince Vaughn, eltist alla daga við óþjóðalýð á götum amerískrar stórborgar. Í æsilegri aðgerð gegn eiturlyfjaglæponum gengur Ridgeman of langt og traðkar á höfði eins þeirra grunuðu. Fantagangurinn næst á myndband og yfirmaður þeirra félaga, sem leikinn er af Don Johnson, rekur þá báða í sex mánaða launalaust leyfi til að róa fjölmiðla. Þar með eru Ridgeman og Lurasetti í vondum málum. Þá vantar fé og ákveða að nýta sér tengsl inn í undirheimana til að redda sér þar til þeim verður hleypt aftur til starfa. Sú ákvörðun reynist afdrifarík.Með önnur hlutverk fara Tory Killes, Michael Jai White, Jennifer Carpenter, Laurie Holden, Fred Melamed og Thomas Kretschmann. Myndinni leikstýrir S. Craig Zahler og er hann einnig handritshöfundur myndarinnar. Zahler er þekktastur fyrir myndina Bone Tomahawk, sem kom út árið 2015 en sú mynd hlaut tilnefningu Independent Spirit Award fyrir besta handritið og besta leikara í aðalhlutverki.Brett Ridgeman kemur sér og félaga sínum í stórkostleg vandræði þegar fantaskapur hans næst á myndband.Dragged across concrete er þriðja mynd Zahlers og segist hann hafa horft til spennuþrunginna glæpamynda með dramatísku ívafi, eins og Prince of the city, Taxi Driver og The sweet smell of success þegar hann setti saman söguþráðinn. „Ég hef mikinn áhuga á flóknum persónuleikum og söguþræði sem tekur óvænta stefnu. Söguhetjur mínar lenda iðulega í hættulegum aðstæðum og standa frammi fyrir áskorunum sem þær leysa gjarnan úr á óvæntan hátt. Dragged across concrete er þar engin undantekning. Ridgeman og Lurasetti eru ekki siðlausir skíthælar en svo sannarlega ekki saklaus göfugmenni heldur. Þeir eru mannlegir. Þeir gera góða hluti en líka margt vafasamt.“Don Johnson fer með hlutverk yfirmanns þeirra félaga.Dragged across concrete fær góða dóma ef marka má Entertainment Weekly og Deadline Hollywood Daily. „Það er auðvitað að klisja að segja að „bíó hafi verið betra í gamla daga,“ og sem betur fer gerir Zahler allt sem í hans valdi stendur til að afsanna þá klisju. Myndin er gróf og gegnsýrð af nikótíni og drápum, í anda áttunda áratugarins."Chris Nashawaty – Entertainment Weekly„Mel Gibson og Vince Vaughn eru frábærir í þessu brútal en magnaða glæpadrama. Enn einn sigur hjá handritshöfundinum og leikstjóranum S. Craig Zahler." Pete Hammond Deadline Hollywood DailyJennifer Carpenter fer með hlutverk Kelly Summer sem flækist illilega inn í atburðarrásina á fyrsta vinnudegi hennar eftir fæðingarorlof.Myndin er frumsýnd föstudaginn 29. mars í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Hún er bönnuð innan 16 ára.Kaupa miðaÞessi kynning er unnin í samstarfi við Senu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Sjá meira