Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Sveinn Arnarsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Vaðlaheiðargöng tengja saman Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð með göngum undir Vaðlaheiði. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira