„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 11:45 Guðbrandur Einarsson kveður LÍV. Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09