Kuchar og Kisner mætast í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2019 17:53 Kuchar vill endurtaka leikinn frá 2013 þegar hann vann HM í holukeppni. vísir/getty Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar og Kevin Kisner mætast í úrslitum heimsmeistaramótsins í holukeppni sem fer fram í Austin í Texas. Kuchar vann mótið fyrir sex árum og getur bætt öðrum titli við í kvöld. Sýnt verður beint frá úrslitaviðureigninni á Golfstöðinni. Útsending hefst klukkan 19:00. Kuchar vann Danann Lucas Bjerregaard í undanúrslitunum í dag. Bjerregaard tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna Tiger Woods í gærkvöldi. Hann varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinum fertuga Kuchar. Kisner hafði betur gegn Francesco Molinari í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þetta var fyrsta tap þess síðarnefnda í ellefu leikjum í holukeppni. Hann vann alla leiki sína í Ryderbikarnum í fyrra og svo fyrstu fimm leiki sína á HM. Kisner komst einnig í úrslit mótsins í fyrra. Þar laut hann í lægra haldi fyrir landa sínum, Bubba Watson. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar og Kevin Kisner mætast í úrslitum heimsmeistaramótsins í holukeppni sem fer fram í Austin í Texas. Kuchar vann mótið fyrir sex árum og getur bætt öðrum titli við í kvöld. Sýnt verður beint frá úrslitaviðureigninni á Golfstöðinni. Útsending hefst klukkan 19:00. Kuchar vann Danann Lucas Bjerregaard í undanúrslitunum í dag. Bjerregaard tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna Tiger Woods í gærkvöldi. Hann varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinum fertuga Kuchar. Kisner hafði betur gegn Francesco Molinari í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þetta var fyrsta tap þess síðarnefnda í ellefu leikjum í holukeppni. Hann vann alla leiki sína í Ryderbikarnum í fyrra og svo fyrstu fimm leiki sína á HM. Kisner komst einnig í úrslit mótsins í fyrra. Þar laut hann í lægra haldi fyrir landa sínum, Bubba Watson.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira