18 ára skósmiður sem elskar athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum. Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira