Sá besti í heimi hefur ekki unnið Mastersmótið í sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 12:30 Justin Rose á Mastersmótinu árið 2015 þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir umspil. Getty/ Ezra Shaw Enski kylfingurinn Justin Rose mætir á Mastersmótið í golfi sem besti kylfingur heims en sú byrði hefur verið kylfingum erfið að bera á fyrsta risamóti ársins á Augusta National golfvellinum í Georgíu fylki. Á sautján síðustu Mastersmótum í röð hefur efsta manninum á heimslistanum ekki tekist að fagna sigri og komast í græna jakkann eftirsótta. Blaðamenn spurðu Justin Rose út í þessa tölfræði og honum fannst ekki mikið til hennar koma. Hann breytir því þó ekki að pressan er á honum sem efsta manni á heimslistanum.83. Mastersmótið verður sett á fimmtudaginn og mótið er í beinni á Stöð 2 Golf. Áður en kemur að fyrsta hring verður „Par þrjú“ mótið sýnt í beinni á morgun.The crown of golf’s world No?1 weighs heavy at Augusta, where the game’s best player has not won the Masters for 17 years. Justin Rose, the incumbent, is unimpressed by that stat @_PaulHayward reports from Augusta https://t.co/xShLBx3gSd — Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 8, 2019„Ég ætla ekki að tjá mig um þennan vinkil,“ svaraði Justin Rose en neitar því ekki að hann sé stoltur að vera í efsta sæti heimslistans. Það þarf að fara allt aftur til ársins 2002 til að finna Mastersmeistara sem var á þeim tíma í efsta sætið heimslistans. Tiger Woods vann þetta ár fyrir sautján árum og varð aðeins þriðji toppmaðurinn frá stofnunnar heimslistans árið 1986 sem fær að klæðast græna jakkanum. „Ég hef unnið mót sem efsti maður heimslistans sem var mér mikilvægt. Ég náði því í San Diego á þessu ári en augljóslega yrði það enn betra að vinna risamót. Ég mun nota þetta meira sem smá hvatningu en þetta mun ekki auka væntingarnar,“ sagði Rose. Justin Rose komst næst því að vinna Mastersmótið fyrir tveimur árum. Hann fékk þá sjö feta pútt á lokaholunni sem hafði unnið mótið en klikkaði og tapaði síðan í umspili á móti Sergio Garcia. „Þetta var fyrsta risamótið sem ég var nálægt því að vinna og þetta var harmþrungin stund. Ég hughreysti mig með því að þú ferð aldrei í gegnum feril í golfinu án þess að upplifa svona stund. Það er því best að halda bara áfram sínu striki. Þetta kenndi mér að ef þú ætlar að vinna mót þá þarf heppnin að vera með þér í liði. Það hefur gerst mörgum sinnum á mínum ferli,“ sagði Rose.He’s won one major so far. But world number one Justin Rose has big aims for the rest of his career. Read??https://t.co/xbfUdGGknvpic.twitter.com/haWGUDgg6R — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019 Eini sigur Rose á risamóti var þegar hann var opna bandaríska mótið 2013. Hann hefur tvisvar endað í öðru sæti eða á Mastersmótinu 2015 og á opna breska í fyrra. Rose hefur sett stefnuna á að vinna fjögur risamót á ferlinum. „Ég myndi elska að geta sagt mig vera margfaldan meistara. Ég hef séð kylfinga spila allan sinn feril án þess að vinna risamót,“ sagði Rose. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Justin Rose mætir á Mastersmótið í golfi sem besti kylfingur heims en sú byrði hefur verið kylfingum erfið að bera á fyrsta risamóti ársins á Augusta National golfvellinum í Georgíu fylki. Á sautján síðustu Mastersmótum í röð hefur efsta manninum á heimslistanum ekki tekist að fagna sigri og komast í græna jakkann eftirsótta. Blaðamenn spurðu Justin Rose út í þessa tölfræði og honum fannst ekki mikið til hennar koma. Hann breytir því þó ekki að pressan er á honum sem efsta manni á heimslistanum.83. Mastersmótið verður sett á fimmtudaginn og mótið er í beinni á Stöð 2 Golf. Áður en kemur að fyrsta hring verður „Par þrjú“ mótið sýnt í beinni á morgun.The crown of golf’s world No?1 weighs heavy at Augusta, where the game’s best player has not won the Masters for 17 years. Justin Rose, the incumbent, is unimpressed by that stat @_PaulHayward reports from Augusta https://t.co/xShLBx3gSd — Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 8, 2019„Ég ætla ekki að tjá mig um þennan vinkil,“ svaraði Justin Rose en neitar því ekki að hann sé stoltur að vera í efsta sæti heimslistans. Það þarf að fara allt aftur til ársins 2002 til að finna Mastersmeistara sem var á þeim tíma í efsta sætið heimslistans. Tiger Woods vann þetta ár fyrir sautján árum og varð aðeins þriðji toppmaðurinn frá stofnunnar heimslistans árið 1986 sem fær að klæðast græna jakkanum. „Ég hef unnið mót sem efsti maður heimslistans sem var mér mikilvægt. Ég náði því í San Diego á þessu ári en augljóslega yrði það enn betra að vinna risamót. Ég mun nota þetta meira sem smá hvatningu en þetta mun ekki auka væntingarnar,“ sagði Rose. Justin Rose komst næst því að vinna Mastersmótið fyrir tveimur árum. Hann fékk þá sjö feta pútt á lokaholunni sem hafði unnið mótið en klikkaði og tapaði síðan í umspili á móti Sergio Garcia. „Þetta var fyrsta risamótið sem ég var nálægt því að vinna og þetta var harmþrungin stund. Ég hughreysti mig með því að þú ferð aldrei í gegnum feril í golfinu án þess að upplifa svona stund. Það er því best að halda bara áfram sínu striki. Þetta kenndi mér að ef þú ætlar að vinna mót þá þarf heppnin að vera með þér í liði. Það hefur gerst mörgum sinnum á mínum ferli,“ sagði Rose.He’s won one major so far. But world number one Justin Rose has big aims for the rest of his career. Read??https://t.co/xbfUdGGknvpic.twitter.com/haWGUDgg6R — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019 Eini sigur Rose á risamóti var þegar hann var opna bandaríska mótið 2013. Hann hefur tvisvar endað í öðru sæti eða á Mastersmótinu 2015 og á opna breska í fyrra. Rose hefur sett stefnuna á að vinna fjögur risamót á ferlinum. „Ég myndi elska að geta sagt mig vera margfaldan meistara. Ég hef séð kylfinga spila allan sinn feril án þess að vinna risamót,“ sagði Rose.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira