Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2019 14:45 Rokksveitin Slayer á Secret Solstice-sviðinu í fyrra. Mynd/Secret Solstice Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. Þá hafi verið ákveðið að stefna Live Events vegna ummæla framkvæmdastjórans í fjölmiðlum þess efnis að fyrirtækið myndi greiða öllum listamönnum frá hátíðinni sumarið 2018. Haft hefur verið eftir framkvæmdastjóranum að Slayer-málið sé fyrirtækinu alveg óviðkomandi.Tíu milljóna skuld við borgina Greint var frá því um helgina að bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, hefði stefnt hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Fyrirtækið Solstice Productions hefur farið með rekstur hátíðarinnar undanfarin ár, nú síðast í fyrra. Annað fyrirtæki, Live Events, tók svo við rekstri hátíðarinnar í haust og fyrir liggja drög að nýjum samningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn er óundirritaður. Umboðsaðili Slayer stefndi báðum fyrirtækjum vegna vanefnda en áður hefur komið fram að fjöldi fólks og fyrirtækja hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína hjá Solstice Productions.Sjá einnig: Útskýrir tilboð til Reykjavíkurdætra og lofar uppgjöri við listamenn Í kvöldfréttum RÚV í gær kom svo fram að Secret Solstice skuldi borginni um tíu milljónir sem gera verði upp svo hægt verði að halda hátíðina í ár, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur formanns borgaráðs. Til stendur að Secret Solstice verði haldin helgina 21.-23. júní næstkomandi en þegar hefur verið tilkynnt um að heimsfrægir tónlistarmenn á borð við Black Eyed Peas, Rita Ora, Patti Smith og Pussy Riot komi fram á hátíðinni. Hefur gengið á ýmsu „Það er bara verið að vinna á fullu í því að halda hátíðina. Og þetta hefur verið bara eins og undanfarin ár, það hefur gengið á ýmsu sýnist mér,“ segir Guðmundur Hreiðarsson Viborg, stjórnarformaður Live Events, í samtali við Vísi, inntur eftir því hver staðan sé á Secret Solstice.Von er á svörum frá framkvæmdastjóra Secret Solstice vegna vanefnda við Slayer í dag eða á morgun. Enn stendur til að halda hátíðina helgina 21.-23. júní næstkomandi.Mynd/Secret SolsticeÞá segir Guðmundur að misskilnings gæti í sambandi við greiðslur vegna hátíðarinnar í fyrra annars vegar og í ár hins vegar. Hann ítrekar í því samhengi að annað fyrirtæki, Solstice Productions, hafi haldið hátíðina síðasta sumar líkt og árin á undan. Þá fullyrðir Guðmundur að fyrirtækið sem haldið hafi hátíðina í fyrrasumar hafi gert upp við Slayer strax í fyrra. Greiðslukvittanir séu til því til sönnunar. Aðspurður segist hann þó ekki geta útvegað umræddar kvittanir þar sem hitt fyrirtækið hafi séð um greiðsluna. Að öðru leyti vísar Guðmundur á Víking Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóra Secret Solstice, vegna fyrirspurna um hátíðina. Vísir hefur sent Víkingi skriflega fyrirspurn vegna málsins en hann baðst undan viðtali og óskaði eftir fyrirspurn í staðinn. Von er á svörum í dag eða á morgun.Stefndu Live Events vegna yfirlýsinga framkvæmdastjórans í fjölmiðlum Eins og áður segir hefur umboðsaðili Slayer stefnt báðum félögum, Live Events og Solstice Productions, vegna vangoldinna launa. Í frétt RÚV um málið kom fram að gengið hefði erfiðlega að hafa uppi á aðstandendum hátíðarinnar í fyrra, þ.e. stjórnendum Solstice Productions, og birta þeim stefnuna.Gæsla á Secret Solstice í fyrra.Fréttablaðið/ÞórsteinnJón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður umboðsaðila Slayer, staðfestir í samtali við Vísi að náðst hafi í stjórnendur fyrirtækisins og því sé nú búið að birta báðum fyrirtækjum stefnu. Fréttastofa hefur ekki náð í Friðrik og Katrínu Ólafsson, fyrrverandi stjórnendur hátíðarinnar, vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarnar vikur og mánuði. RÚV hafði þó eftir Víkingi Heiðari að Slayer-málið væri Live Events alveg óviðkomandi. Jón Gunnar segir í samtali við Vísi að Live Events hafi verið stefnt vegna þess að Víkingur Heiðar hafi sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að fyrirtækið myndi borga öllum listamönnum sem Solstice Productions náði ekki að gera upp við frá síðustu hátíð. Þá segir Jón Gunnar að fullyrðingar stjórnarformanns Live Events um að þegar hafi verið gert upp við Slayer séu ekki réttar. Stjórnendur hátíðarinnar í fyrra hafi ekki borgað eftirstöðvar af kröfum Slayer, þ.e. þann hluta upphæðarinnar sem ekki var greiddur fyrir fram eins og um var samið, þrátt fyrir að gengið hefði verið á eftir þeim um greiðslu. Umboðsaðili Slayer á Íslandi hafi því á endanum gert upp við hljómsveitina og sé nú að innheimta kröfurnar í eigin nafni. Dómsmál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Útskýrir tilboð til Reykjavíkurdætra og lofar uppgjöri við listamenn Víkingur Heiðar Arnórsson nýr framkvæmdastjóri Secret Solstice, tónlistarhátíðar sem haldin er í Laugardalnum, segir að það verði gert upp við alla listamenn sem fengu ekki borgað fyrir að hafa komið fram á síðustu hátíð. 6. febrúar 2019 09:45 Martin Garrix mun þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu. 4. apríl 2019 16:30 Black Eyed Peas spilar á Secret Solstice Staðfest er að hljómsveitin Black Eyed Peas mætir á Secret Solstice í júní með 35 manna fylgdarlið. Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri hjá Secret Solstice, lofar að öllu verði tjaldað til. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. Þá hafi verið ákveðið að stefna Live Events vegna ummæla framkvæmdastjórans í fjölmiðlum þess efnis að fyrirtækið myndi greiða öllum listamönnum frá hátíðinni sumarið 2018. Haft hefur verið eftir framkvæmdastjóranum að Slayer-málið sé fyrirtækinu alveg óviðkomandi.Tíu milljóna skuld við borgina Greint var frá því um helgina að bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, hefði stefnt hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Fyrirtækið Solstice Productions hefur farið með rekstur hátíðarinnar undanfarin ár, nú síðast í fyrra. Annað fyrirtæki, Live Events, tók svo við rekstri hátíðarinnar í haust og fyrir liggja drög að nýjum samningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn er óundirritaður. Umboðsaðili Slayer stefndi báðum fyrirtækjum vegna vanefnda en áður hefur komið fram að fjöldi fólks og fyrirtækja hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína hjá Solstice Productions.Sjá einnig: Útskýrir tilboð til Reykjavíkurdætra og lofar uppgjöri við listamenn Í kvöldfréttum RÚV í gær kom svo fram að Secret Solstice skuldi borginni um tíu milljónir sem gera verði upp svo hægt verði að halda hátíðina í ár, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur formanns borgaráðs. Til stendur að Secret Solstice verði haldin helgina 21.-23. júní næstkomandi en þegar hefur verið tilkynnt um að heimsfrægir tónlistarmenn á borð við Black Eyed Peas, Rita Ora, Patti Smith og Pussy Riot komi fram á hátíðinni. Hefur gengið á ýmsu „Það er bara verið að vinna á fullu í því að halda hátíðina. Og þetta hefur verið bara eins og undanfarin ár, það hefur gengið á ýmsu sýnist mér,“ segir Guðmundur Hreiðarsson Viborg, stjórnarformaður Live Events, í samtali við Vísi, inntur eftir því hver staðan sé á Secret Solstice.Von er á svörum frá framkvæmdastjóra Secret Solstice vegna vanefnda við Slayer í dag eða á morgun. Enn stendur til að halda hátíðina helgina 21.-23. júní næstkomandi.Mynd/Secret SolsticeÞá segir Guðmundur að misskilnings gæti í sambandi við greiðslur vegna hátíðarinnar í fyrra annars vegar og í ár hins vegar. Hann ítrekar í því samhengi að annað fyrirtæki, Solstice Productions, hafi haldið hátíðina síðasta sumar líkt og árin á undan. Þá fullyrðir Guðmundur að fyrirtækið sem haldið hafi hátíðina í fyrrasumar hafi gert upp við Slayer strax í fyrra. Greiðslukvittanir séu til því til sönnunar. Aðspurður segist hann þó ekki geta útvegað umræddar kvittanir þar sem hitt fyrirtækið hafi séð um greiðsluna. Að öðru leyti vísar Guðmundur á Víking Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóra Secret Solstice, vegna fyrirspurna um hátíðina. Vísir hefur sent Víkingi skriflega fyrirspurn vegna málsins en hann baðst undan viðtali og óskaði eftir fyrirspurn í staðinn. Von er á svörum í dag eða á morgun.Stefndu Live Events vegna yfirlýsinga framkvæmdastjórans í fjölmiðlum Eins og áður segir hefur umboðsaðili Slayer stefnt báðum félögum, Live Events og Solstice Productions, vegna vangoldinna launa. Í frétt RÚV um málið kom fram að gengið hefði erfiðlega að hafa uppi á aðstandendum hátíðarinnar í fyrra, þ.e. stjórnendum Solstice Productions, og birta þeim stefnuna.Gæsla á Secret Solstice í fyrra.Fréttablaðið/ÞórsteinnJón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður umboðsaðila Slayer, staðfestir í samtali við Vísi að náðst hafi í stjórnendur fyrirtækisins og því sé nú búið að birta báðum fyrirtækjum stefnu. Fréttastofa hefur ekki náð í Friðrik og Katrínu Ólafsson, fyrrverandi stjórnendur hátíðarinnar, vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarnar vikur og mánuði. RÚV hafði þó eftir Víkingi Heiðari að Slayer-málið væri Live Events alveg óviðkomandi. Jón Gunnar segir í samtali við Vísi að Live Events hafi verið stefnt vegna þess að Víkingur Heiðar hafi sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að fyrirtækið myndi borga öllum listamönnum sem Solstice Productions náði ekki að gera upp við frá síðustu hátíð. Þá segir Jón Gunnar að fullyrðingar stjórnarformanns Live Events um að þegar hafi verið gert upp við Slayer séu ekki réttar. Stjórnendur hátíðarinnar í fyrra hafi ekki borgað eftirstöðvar af kröfum Slayer, þ.e. þann hluta upphæðarinnar sem ekki var greiddur fyrir fram eins og um var samið, þrátt fyrir að gengið hefði verið á eftir þeim um greiðslu. Umboðsaðili Slayer á Íslandi hafi því á endanum gert upp við hljómsveitina og sé nú að innheimta kröfurnar í eigin nafni.
Dómsmál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Útskýrir tilboð til Reykjavíkurdætra og lofar uppgjöri við listamenn Víkingur Heiðar Arnórsson nýr framkvæmdastjóri Secret Solstice, tónlistarhátíðar sem haldin er í Laugardalnum, segir að það verði gert upp við alla listamenn sem fengu ekki borgað fyrir að hafa komið fram á síðustu hátíð. 6. febrúar 2019 09:45 Martin Garrix mun þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu. 4. apríl 2019 16:30 Black Eyed Peas spilar á Secret Solstice Staðfest er að hljómsveitin Black Eyed Peas mætir á Secret Solstice í júní með 35 manna fylgdarlið. Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri hjá Secret Solstice, lofar að öllu verði tjaldað til. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Útskýrir tilboð til Reykjavíkurdætra og lofar uppgjöri við listamenn Víkingur Heiðar Arnórsson nýr framkvæmdastjóri Secret Solstice, tónlistarhátíðar sem haldin er í Laugardalnum, segir að það verði gert upp við alla listamenn sem fengu ekki borgað fyrir að hafa komið fram á síðustu hátíð. 6. febrúar 2019 09:45
Martin Garrix mun þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu. 4. apríl 2019 16:30
Black Eyed Peas spilar á Secret Solstice Staðfest er að hljómsveitin Black Eyed Peas mætir á Secret Solstice í júní með 35 manna fylgdarlið. Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri hjá Secret Solstice, lofar að öllu verði tjaldað til. 28. febrúar 2019 06:00