Ríkistjórnin beitir öryrkja þvingunum að mati formanns ÖBÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 19:15 Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur. Félagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira