Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 09:49 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. „Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla. Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla.
Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29