Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2019 14:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári. Viðtalið snerist um ummæli þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á barnum Klaustri skömmu áður og hljóðupptökur sem náðust af þeim.Í viðtalinu mátti heyra Sigmund Davíð segja að samtöl af því tagi sem hljóðrituð voru, þar sem alþingismenn níða og niðurlægja aðra þingmenn á óviðurkvæmilegan hátt væri alsiða meðal þingmanna allra flokka, orðbragðið væri jafnvel stundum grófara. Taldi sá sem sendi erindi til forsætisnefndar vegna ummælanna, sem ekki er nafngreindur í bréfi forsætisnefndar að með þeim hefði Sigmundur Davíð brotið gegn þremur greinum siðareglna fyrir Alþingismenn.Í bréfi forsætisnefndar vegna málsins segir að það sé mat forsætisnefndar að í ummælum Sigmundar Davíðs hafi falist staðhæfingar um atvik, sem hann fullyrti að hefðu verið sambærileg þeim sem fjölmiðlar hefðu með ítarlegum hætti fjallað um hljóðupptökuna frá Klaustri. Líta verði svo á að ummælin hafi falið í sér andsvör hans við þeirri umfjöllun. Þegar það væri virt, sem og við hvaða aðstæður ummæli voru látin falla, væri ekki unnt að fullyrða að hátterni Sigmundar Davíðs hafi verið andstæð siðareglum Alþingis. Það væri því niðurstaða forsætisnefndar að ekki væri nægjanlegt tilefni þess að hefja frekari athugun á málinu. Steinunn Þóra og Haraldur hafa enn til meðferðar mál Sigmundar Davíðs og þingmannanna sex sem heyra má í upptökunum af barnum Klaustri og hvort athæfi þeirra þar hafi falið í sér brot á siðareglum Alþingismanna. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári. Viðtalið snerist um ummæli þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á barnum Klaustri skömmu áður og hljóðupptökur sem náðust af þeim.Í viðtalinu mátti heyra Sigmund Davíð segja að samtöl af því tagi sem hljóðrituð voru, þar sem alþingismenn níða og niðurlægja aðra þingmenn á óviðurkvæmilegan hátt væri alsiða meðal þingmanna allra flokka, orðbragðið væri jafnvel stundum grófara. Taldi sá sem sendi erindi til forsætisnefndar vegna ummælanna, sem ekki er nafngreindur í bréfi forsætisnefndar að með þeim hefði Sigmundur Davíð brotið gegn þremur greinum siðareglna fyrir Alþingismenn.Í bréfi forsætisnefndar vegna málsins segir að það sé mat forsætisnefndar að í ummælum Sigmundar Davíðs hafi falist staðhæfingar um atvik, sem hann fullyrti að hefðu verið sambærileg þeim sem fjölmiðlar hefðu með ítarlegum hætti fjallað um hljóðupptökuna frá Klaustri. Líta verði svo á að ummælin hafi falið í sér andsvör hans við þeirri umfjöllun. Þegar það væri virt, sem og við hvaða aðstæður ummæli voru látin falla, væri ekki unnt að fullyrða að hátterni Sigmundar Davíðs hafi verið andstæð siðareglum Alþingis. Það væri því niðurstaða forsætisnefndar að ekki væri nægjanlegt tilefni þess að hefja frekari athugun á málinu. Steinunn Þóra og Haraldur hafa enn til meðferðar mál Sigmundar Davíðs og þingmannanna sex sem heyra má í upptökunum af barnum Klaustri og hvort athæfi þeirra þar hafi falið í sér brot á siðareglum Alþingismanna.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25