Þegar menn fara yfir lækinn í leit að vatni; auðvitað felldi krónan WOW Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. apríl 2019 10:00 Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt WOW Air Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun