Kirkjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. apríl 2019 08:15 Meðan Notre Dame dómkirkjan í París brann safnaðist fólk saman í grenndinni og sameinaðist í söng fyrir kirkjuna sína. Víða um borgina mátti sjá fólk á hnjánum biðjandi bænir. Allir báru þá heitu ósk í hjarta að það tækist að bjarga þessari sögufrægu byggingu frá því að verða rústir einar. Það tókst og nú hefst uppbyggingarstarf sem verður afar kostnaðarsamt. Enginn setur það samt sérstaklega fyrir sig. Það koma þeir tímar þegar ekkert annað er í boði en að byggja upp þar sem eyðilegging hefur orðið. Sá tími er nú í París. Frakkar eru sameinaðir í þeirri uppbyggingu og hafa heimsbyggðina með sér í liði og einhverja auðkýfinga. Það verður reyndar að viðurkennast að stundum er ansi erfitt að átta sig á því hvaða gagn auðkýfingar gera í þessum heimi. En ef þeir eru tilbúnir til að leggja einhvern hluta af auðæfum sínum til uppbyggingar á ómetanlegum menningarverðmætum, eins og Notre Dame, þá má vel kinka kolli til þeirra í viðurkenningarskyni. Auðkýfingarnir eru allavega loksins komnir á rétta braut, þótt þeir haldist þar sennilega ekki mjög lengi. Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyðileggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútímamaður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af einhverju öðru en sjálfum sér. Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóðernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyllast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn. Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um dauða og upprisu. Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Meðan Notre Dame dómkirkjan í París brann safnaðist fólk saman í grenndinni og sameinaðist í söng fyrir kirkjuna sína. Víða um borgina mátti sjá fólk á hnjánum biðjandi bænir. Allir báru þá heitu ósk í hjarta að það tækist að bjarga þessari sögufrægu byggingu frá því að verða rústir einar. Það tókst og nú hefst uppbyggingarstarf sem verður afar kostnaðarsamt. Enginn setur það samt sérstaklega fyrir sig. Það koma þeir tímar þegar ekkert annað er í boði en að byggja upp þar sem eyðilegging hefur orðið. Sá tími er nú í París. Frakkar eru sameinaðir í þeirri uppbyggingu og hafa heimsbyggðina með sér í liði og einhverja auðkýfinga. Það verður reyndar að viðurkennast að stundum er ansi erfitt að átta sig á því hvaða gagn auðkýfingar gera í þessum heimi. En ef þeir eru tilbúnir til að leggja einhvern hluta af auðæfum sínum til uppbyggingar á ómetanlegum menningarverðmætum, eins og Notre Dame, þá má vel kinka kolli til þeirra í viðurkenningarskyni. Auðkýfingarnir eru allavega loksins komnir á rétta braut, þótt þeir haldist þar sennilega ekki mjög lengi. Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyðileggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútímamaður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af einhverju öðru en sjálfum sér. Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóðernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyllast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn. Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um dauða og upprisu. Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun